|
Post by HerrStephan on Apr 1, 2006 1:21:00 GMT -1
Mér líst ágætlega á þessa hugmynd og myndi örugglega kaupa ritið. Þetta er líklega eina leiðin til að halda því gangandi.
|
|
|
Post by Árni on Apr 1, 2006 8:41:45 GMT -1
Já mér líst ágætlega á þessa hugmynd. Ég var að spá í það fyrir stuttu að gerast áskrifandi að Skák en þetta voru ekki nema einhver fjögur eintök á ári og oft frekar rýr því miður. Það er breytinga þörf og ég myndi pottþétt kaupa ritið með nýju sniði.
Ég skal bjóðast til þess að skrifa grein um mótið ef áhugi er á því. Skemmtilegast væri náttúrulega ef einhverjir fleiri kæmu þar að líka.
|
|
|
Post by Jóhann Helgi on Apr 3, 2006 7:52:42 GMT -1
Mér líst sömuleiðis mjög vel á þetta með Skák. Hef ekki verið áskrifandi hingað til en býst frekar við að kaupa svona ársrit.
Varðandi mótið sjálft, þá er ég þegar kominn með eina frestun (gegn Sverri Þ) og þarf einnig að fresta á fimmtudag (gegn Guðmundi). Spurning hvort annar þeirra getur teflt við mig á þriðjudagskvöld?
|
|