|
Post by Sveinn A on Mar 28, 2006 11:37:30 GMT -1
já, þessi hálfur hjá Árna getur þokað honum nær þessu blessaða sæti í A riðlinum. Jóhann Helgi kemur inn með ferskan blæ að ég held. En ég stend við það sem ég sagði um hann Varða, þótt ég meti þennan mann mikils og dáist að hæfni hans við skákborðið, tel ég harla ólíklegt að hann fái verðlaunin. Ef ég set þetta upp svo ÞÚ skiljir þau, þá þarf ég auðvitað að fara í líkindafræðina fyrir þig Þorvarður F Ólafsson Haukar 2060 441441 skák reiknuð til íslenskra skákstiga! Auðvitað eru fullt af öðrum skákum sem hafa ekki verið reiknaðar til íslenskra skákstiga. Þú nefnir eina skák Stefán Freyr. Hverjar eru líkurnar á því að hann eigi eftir að ná flugeldasýningu í þessu móti. Þetta er eins og þú myndir fara ALL-IN á 2, 7, off suit ;D ;D kv. Svenni ;D ;D ;D
|
|
|
Post by Svennipenni on Mar 28, 2006 11:53:19 GMT -1
já, þessi hálfur hjá Árna getur þokað honum nær þessu blessaða sæti í A riðlinum. Jóhann Helgi kemur inn með ferskan blæ að ég held. En ég stend við það sem ég sagði um hann Varða, þótt ég meti þennan mann mikils og dáist að hæfni hans við skákborðið, tel ég harla ólíklegt að hann fái verðlaunin. Ef ég set þetta upp svo ÞÚ skiljir þau, þá þarf ég auðvitað að fara í líkindafræðina fyrir þig Þorvarður F Ólafsson Haukar 2060 441 441 skák reiknuð til íslenskra skákstiga! Auðvitað eru fullt af öðrum skákum sem hafa ekki verið reiknaðar til íslenskra skákstiga. Þú nefnir eina skák Stefán Freyr. Hverjar eru líkurnar á því að hann eigi eftir að ná flugeldasýningu í þessu móti. Þetta er eins og þú myndir fara ALL-IN á 2, 7, off suit ;D ;D kv. Svenni ;D ;D
|
|
|
Post by Varði on Mar 28, 2006 17:46:17 GMT -1
Þakka fína gagnrýni strákar! Ég mun að sjálfsögðu frekar koma til með að taka mig á í því sem Stefán nefnir, þ.e.a.s. að "sofna ekki við skákborðið! " Of mikil tímanotkun hefur líklega verið minn helsti Akkilesarhæll í gegnum tíðina. Á Reykjavik Open var ég að fá fínar stöður, sem sumum hverjum ég klúðraði í tímahraki, eftir að hafa fyrr í skákinni verið að dvelja of lengi við leiki sem ég ætlaði alltaf að leika. Ég ætla því að fara að vinna í því að tefla hraðar og láta andstæðinginn ekki komast upp með það að hugsa of mikið á mínum tíma. Hvað fegurðarverðlaunin varðar þá get ég alveg unnið þau, detti ég í þann gír! Ég hef teflt margar fallegar skákir í gegnum tíðina og sumar hverjar gegn sterkari andstæðingum, sbr. seinni kappskákina gegn Sigurbirni í einvígi aldarinnar 2003. Ég myndi þó án efa neita að taka við fegurðarverðlaunum fyrir skákina mína gegn Einari G. í gærkveldi, ef svo ólíklega vildi til að mér yrðu boðin þau. ;D Vissulega var ég fyrirfram talinn langtum sigurstranglegri en Einar í gærkveldi. Engin skák er þó unnin fyrirfram og ég mætti vel einbeittur til leiks og laus við allt vanmat. Einar á ekki margar skákir í "beisnum", en hann hefur verið fjölbreyttur í byrjanavali í þeim. Ég tók mér dágóðan tíma til að ákveða hvað ég ætti að leika í 1.leik. Ég var alls ekki að hugsa um "hvernig ég ætti að vinna hann" heldur hvaða byrjun ég ætti að velja, sem ég teldi gefa mér mesta möguleika á sigri. Að lokum ákvað ég að leika 1.-e5, sem ég þekki best. Mér fannst sniðugt hjá Einari að fara út í ítalska leikinn, því ef hvítur teflir þá byrjun traust og markvisst, er nánast ógerlegt fyrir svartan að hrifsa til sín frumkvæðið. Einar sagðist hafa skoðað ítalska leikinn fyrir skákina, en verið sleginn út af laginu þegar ég lék 6.-De7. Sá leikur heldur góðum sveigjanleika í svörtu stöðunni og getur hann ákveðið síðar hvort hann hrókar stutt eða langt. Ef við förum út í það hvað Einar gerði vitlaust, þá held ég að 8.Rf1 gefi svörtum kleift að ná frumkvæðinu með planinu að leika -d5 sem fyrst.
|
|
|
Post by Ingi on Mar 29, 2006 15:27:30 GMT -1
Jamm, baráttan um fegurðarverðlaunin verður spennandi, en eins og flestir vita Varði, þá eru þau yfirleitt veitt fyrir skemmtilegar fléttur sem leiða til vinnings, en ekki fallegasta tempóvinninginn í peðsendatafli! ;D En að sjálfsögðu áttu möguleika eins og aðrir.
Aðeins um mótið:
Í A-riðlinum verður líklega baráttan milli Varða og Hjörvars um að fylgja Davíð upp, svo verður spennandi að sjá hver kemst í B-flokkinn. Mín spá: 1. Davíð 2. Varði (svíður Hjörvar í peðsendatafli) 3. Hjörvar 4. Palli 5. Aui 6. Einar
Bergsteinn ruslar B-riðlinum, en ég spái að Jón fylgi honum! Solid draw við Bjarna og vinnur Kjartan, Stefán og Ingþór, eftir að þeir fara "all in".
1. Bergsteinn 2. Jón 3. Kjartan 4. Bjarni 5. Ingþór 6. Stefán
Það er allt upp í loft í C-riðlinum eftir fyrstu 2 skákirnar. Spái að hinn supersolid Omar Salama eigi eftir að gjalda þess í þessum riðli og missa niður 2 aðrar skákir í þessum riðli. Svanberg er í vondum málum eftir að hafa tapað fyrir Guðmundi. Ég þykist nokkuð viss um hverjir eiga eftir að verða í 4 efstu sætunum. Spái jafntefli í öllum innbyrðisskákum Sverris, Árna, Jóhanns Helga og Omars. Svanberg mun hins vegar vinna einn þeirra og hann eða Guðmundur næla sér í eitt jafntefli. Hmmmmmm..... Ugla sat á kvisti..... 1-2. Omar 1-2. Árni 3. Jóhann Helgi 4. Sverrir 5. Svanberg 6. Guðmundur
Það verður hrein úrslitaskák milli mín og Sigurbjörns um 1sta sætið í D-riðli í næstu umferð. Þar sem ég hef hvítt er jafntefli líklega það besta sem Sigurbjörn getur stefnt á, en hann er slægur strákurinn. Stefán innbyrti mikilvægan sigur gegn Danna í fyrstu umferðinni, sem gerir hann líklegan, Sverrir er harður og á eftir að hala nokkrum inn. Marteinn á ekki eftir að eiga auðvelda daga í þessum riðli, en ég spái honum yfir miðju í C-flokknum.
1. Sigurbjörn 2. Ingi Tandri(rocksolid 3 2 0) 3-4. Stefán Freyr 3-4. Sverrir Örn 5. Daníel 6. Marteinn
kveðja, Ingi
|
|
|
Post by Heimir on Mar 29, 2006 21:51:28 GMT -1
Það er greinilegt að það þarf hlutlausan aðila til að spá. Vissir menn virðast hafa ofurtrú á eigin hæfileikum. Ég tek samt fram að ef ég væri með myndi ég rusla þessu móti A riðillinn er mjög vel mannaður og formennirnir og Einar ekki öfundsverðir. Líklega verður úrslitaskák milli Varða og Hjörvars um eitt sæti í A flokknum, reikna með að Davíð taki frá hitt sætið. Reyndar á Varði eftir báða formennina og er Aui m.a. með 100% á hann í kappskákum. Aui og Páll berjast væntanlega svo um sæti í b flokknum þó alls ekki megi afskrifa Einar í þeirri baráttu. 1. Davíð 2. Hjörvar 3. Varði 4. Aui 5. Páll 6. Einar Bergsteinn virðist hafa verið heppinn með dráttinn og ætti að vera nokkuð öruggur í A flokkinn. Um annað sætið verður hart barist Kjartan, Jón og Bjarni verða væntanlega í þeirri baráttu. Ingþór og Stefán berjast um að komast í b flokkinn og gætu ráðið úrslitum um hver fylgir Bergsteini í A flokkinn. 1. Bergsteinn 2. Kjartan 3. Jón 4. Bjarni 5. Ingþór 6. Stefán C flokkurinn virðist vera sá jafnasti og allir geta unnið alla. Baráttan um sæti í A flokknum stendur líklega á milli Omars, Jóhanns, Sverris og Árna. Svanberg þarf að ganga mjög vel til að eiga möguleika eftir tap í fyrstu umferð. Einnig er ljóst að ekki má vanmeta Guðmund sem hefur náð eftirtektarverðum úrslitum í þessu móti. 1. Sverrir 2. Jóhann 3. Árni 4. Omar 5. Svanberg 6. Guðmundur í D riðlinum stefnir í tvær úrslitaskákir um sæti í a flokki og b flokki. Stefán og Sverrir Örn tefla strax í næstu umferð, ég ætla að spá jafntefli í hörkuskák. Stefán freistast svo til að tefla Benkö seinna í mótinu og missir þarafleiðandi af sæti í a flokknum til Sverris. Ingi og Daníel tefla svo til úrslita um að komast í b flokk. Marteinn gæti svo auðveldlega sett strik í reikninginn fyrir hvern sem er í þessum flokki. Sigurbjörn virðist á góðri siglingu í a flokkinn eftir góðan sigur í fyrstu umferð. Ef ég þekki Sigurbjörn rétt kemur ekkert annað til greina en að verja titilinn frá síðasta móti. 1. Sigurbjörn 2. Sverrir Örn 3. Stefán 4. Daníel 5. Ingi 6. Marteinn
|
|
|
Post by Aui on Mar 30, 2006 6:33:15 GMT -1
Ég vil nú sem formaður ekki spá miklu, til að vera sem hlutlausastur. En ég verð þó að spá í minn riðill. Mín spá er þessi: 1. Davíð tapar bara 1/2 á móti mér. 2. Varði, er í veikindafríi alla vikuna til að geta verið heima að stúdera fyrir skákina við mig á mánudaginn, og nær að vinna þegar ég leik af ér kalli í 8. leik. Vinnur síðan Hjörvar í svínslegasta endatafli sem að sést hefur og fær fegurðarverðlaunin fyrir. 3. Hjörvar, tapar fyrir Davíð og Varða, og vinnur síðan formennina auðveldlega, 4. Palli, hefur reynsluna og þann þunga sem þarf í svona stórmót, vinnur mig næsta auðveldlega í 27 leikjum, ég mun þó reyna að slá hann út af laginu með því að mæta í Nottingham Forest treyjunni minni. 5. Aui, lítið meira um það að segja, þetta mót verður gríðalega vonbrigði fyrir mig þar sem að ég hef engan tíma til að stúdera, mun þó sjá til þess að þetta mót verði ekki haldið aftur ef ég kemst ekki í B-flokk, tapið fyrir Varða verður vendipunkturinn þar sem að ég missi 100% skorið mitt á hann, 6. Einar, verður því miður neðstur, og það einngöngu af því að hann mætir ekki á æfingar, æfingaleysið Einar minn. Svona er þetta nú. Menn hafa örugglega aðrar skoðanir en svona tel ég að þetta muni enda.
|
|
|
Post by Árni on Mar 30, 2006 8:37:43 GMT -1
Gaman að sjá hvað strákarnir í D-riðli eru kokhraustir! Sjálfur ætla ég ekki að spá nema hvað ég spái að Varði komi með in your face og hirði fegurðarverðlaunin. Annars renndi ég yfir skákirnar úr fyrstu umferð í gærkvöldi og einna athyglisverðasta skákin fannst mér Kjartan-Ingþór. Þeir fórnuðu peðum til skiptis og Kjartan bætti um betur og bauð upp á biskup eftir 21.Dg3. Ingþór afþakkaði þó biskupinn og tók peð á c3 í staðinn sem reyndist baneitrað. Spurningin er hvað Kjartan hefði ætlað sér ef Ingþór hefði bara tekið prestinn? Staðan ef svartur hefði leikið 21.-Dxa4 í stað 21.-Dxc3. Á hvítur einhverja snilld í þessari stöðu?
|
|
Sverrir Orn Bjornsson
Guest
|
Post by Sverrir Orn Bjornsson on Mar 30, 2006 10:28:52 GMT -1
Sælir,
Ég var einmitt að velta þessu sama fyrir mér þegar ég renndi yfir skák Kjartans og Ingþórs og hélt að Kjartan hlyti að hafa ætlað að svara þessu með 22. Rh5 því þá gengur ekki 22...He7 vegna 23. Hxb8+. Sé ekki betur en svartur sé í klemmu eftir 22. Rh5.
Kv. Sverrir Örn
|
|
Sverrir rn Bjrnsson
Guest
|
Post by Sverrir rn Bjrnsson on Mar 30, 2006 10:31:01 GMT -1
Úps nú sé ég 22. Rh5 Dc2+ og síðan Dg6 og heldur. Þetta var ekki svona einfalt : )
|
|
|
Post by ingthor on Mar 30, 2006 18:13:32 GMT -1
Sælar! Vil nota tækifærið og þakka Kjartani fyrir skákina, fannst hann gera vel. Satt að segja skoðaði ég ekkert mjög mikið guðsmannsfórnina vegna: 22. Hb7 og þá sýnist mér tjaldið rúlla, allavega líkaði mér ekki sá möguleiki. Ég ákvað því að taka peðið og reiknaði fastlega með 22. Hxe8 Bxe8 23. Re6. Svona er maður einfaldur
|
|
|
Post by Árni on Mar 30, 2006 20:50:32 GMT -1
Þetta er athyglisverð staða eftir 22.Hb7 t.d. 22.- Dc2+ 23.Kf1 Hxe1+ 24.Dxe1 og svartur er heilum manni yfir en getur varla hreyft sig. Það hlýtur samt að vera einhver vörn í þessu, er það ekki?
Sælir
|
|
|
Post by Aui on Mar 31, 2006 12:56:36 GMT -1
Jæja, hvernig fer 2. umferð. Einhverjar spár? Ég spái í mínum riðli að: Aui-Varði 0-1, Varði teflir, mér gjörsamlega á óvörum, Grunfeld og ég kann ekki h4 Palli-Einar 1-0 æfingaleysið hrjáir Einar Davíð-Hjörvar 1-0 (ef að Dabbi mætir á réttum tíma ) Hvað segja menn?
|
|
|
Post by Varði on Mar 31, 2006 13:22:47 GMT -1
Aui-Varði 1-0, Aui mun aftur stýra hvítu mönnunum af miklu öryggi til sigurs. Varði bregst við með því að taka strax út sumarfríið og leggst í stúderingar. Varði mun svo taka Aua þegar þeir mætast í þriðja skiptið.
Davíð-Hjörvar 1-0, einungis vegna þess að Davíð er með hvítt, annars hefði skákin farið jafntefli.
Páll-Einar 1-0, Palli mætir í vígahug eftir slæmt tap gegn Hjörvari í 1.umferð. Einar er þó sýnd veiði en ekki gefin. Það kæmi mér ekki á óvart ef þetta yrði hörku skák!
|
|
|
Post by Aui on Mar 31, 2006 19:12:32 GMT -1
Varði bara kominn í Garðabæjarsálfræðina
|
|
|
Post by sigurbjorn on Mar 31, 2006 21:25:14 GMT -1
Skemmtilegur og fjörugur þráður. Ég spái Auja að sjálfsögðu sigri gegn Varða, enda Aui sterkari en flestir halda. En annars vil ég auglýsa eftir góðum penna til að skrifa grein um þetta mót. Mér sýnist nú á skrifum manna hér inni að það sé nóg af góðum pennum með í mótinu (og reyndar utan þess líka) og því ætti þetta ekki að vera vandamál, menn gætu jafnvel skrifað umrædda grein saman ef því er að skipta. En hvar á þessi grein að birtast?! Málið er að Tímaritið Skák stendur á tímamótum núna, ritstjórnin sem hefur verið síðan Jóhann Þórir veiktist og síðar dó, hefur ákveðið að segja af sér og því er framtíð tímaritsins óljós. En sem stendur er nokkuð líklegt að ég og Björn Þorfinnsson tökum Tímaritið að okkur og þá ætlum við að gefa það út sem ársrit. Hugmyndin er að þetta verði falleg innbundin bók og þar verði eingöngu fjallað um íslenskt skáklíf á 120 - 200 blaðsíðum, þannig að mót einsog Boðsmót Hauka fengi gott pláss. Því væri frábært ef einhverjir áhugasamir hefðu þetta í huga eftir því sem mótinu framvindur og skrifi grein um þetta sem væri skemmtilega skrifuð, en ekki of kæruleysisleg einsog stundum vill verða þegar menn eru að skrifa á netinu Svo myndu að sjálfsögðu birtast skákir og myndir þannig að núna þarf Aui að mæta með myndavélina og Sverrir að tefla fjörlega Kveðja, Sigurbjörn Ps. svo væri auðvitað gaman að heyra hvernig mönnum líst á hugmyndina að breyta Tímaritinu á þennan hátt og hvort menn geti hugsað sér að kaupa svona ársrit.
|
|