|
Post by Árni on Mar 26, 2006 17:17:24 GMT -1
Jæja hvernig líst mönnum á riðlana?
A riðill Davíð Þorvarður Hjörvar Páll Auðbergur Einar
B riðill Bergsteinn Kjartan Bjarni Jón Ingþór Stefán
C riðill Omar Einar K Sverrir Þ Árni Svanberg Guðmundur
D riðill Sigurbjörn Sverrir Örn Stefán F Ingi Daníel Marteinn
|
|
|
Post by Ingi on Mar 26, 2006 17:28:02 GMT -1
Mér finnst mjög flott að það skuli vera 2 "útlendingar" í hverjum riðli! ;D Líst nú samt eiginlega ekkert á Dauðariðilinn minn, þó það sé nú nokkuð ljóst að stórmeistarinn Tandri Traustason og Fmið Sigurbjörn Björnsson fljúgi í gegn um þetta!
|
|
|
Post by Ingi on Mar 26, 2006 18:40:34 GMT -1
Annars verður spennandi að sjá hvernig formönnunum gengur á móti wonderkidinu, svíðaranum, FM957 og frammaranum mikla. Held það verði hörkubarátta milli þeirra um sæti í B-flokknum, Fmið taki þetta og svíðarinn og Hjörvar berjist um að komast í A-flokkinn, Einar á líklega erfiða daga í vændum.
Bergsteinn á líklega eftir að vinna B-riðilinn, en svo verður eflaust hörkubarátta milli hinna og engin skák létt.
Omar rústar líklega Céinu, Guðmundur á erfiða dagskrá fyrir höndum, en Árni, Sverrir, Svanberg og Einar K. eiga eftir að berjast til síðasta blóðdropa!
Spái svo Sverri Erni og Danna í B-flokkinn, en Stefán Freyr og Marteinn gætu lent í vandræðum!!! óver end át!
|
|
|
Post by Árni on Mar 26, 2006 18:45:55 GMT -1
Annars er orðið á götunni að gömlu góðu fegurðarverðlaunin verði tekin upp að nýju eftir langa fjarveru. Menn eru því hvattir til að tefla hressilega og vera ófeimnir við að leika mönnum í dauðann.
|
|
|
Post by Sveinn A on Mar 26, 2006 19:25:28 GMT -1
Þetta mót er eitt af skemmtilegustu mótunum á Íslandi í dag, á því leikur ekki nokkur vafi. Þetta "leikfyrirkomulag" er yndislegt, og gaman að sjá að ákeðnir fótboltafítusar blómstra einnig í skákinni. Þetta er mjög skemmtilegt. Einnir finnst mér skiptingin í riðlana hafa tekist með eindæmum vel. Allir riðlarnir eru ferskir, með skemmtilega menn innanborðs og von er á frábærum skákum.
Það er líka eitt sem ég var að velta fyrir mér í sambandi við þetta mót. Margir einstaklingar "hætta" næstum því í móti ef þeim gengur illa og pulsa sig út. Í þessu fyrirkomulagi skiptir hver einasti punktur mjög miklu máli, hvort þú lendir í A eða B eða C flokki eftir riðlana. Því geta menn ekki leyft sér að "pulsa sig út". Það eitt og sér gerir mótið frábært og tel ég þetta vera einan af aðalkostum þessa fyrirkomulags.
En svo er annað mál, að Boðsmót er ekkert boðsmót án Sveins Arnarsson.
|
|
Sverrir rn Bjrnsson
Guest
|
Post by Sverrir rn Bjrnsson on Mar 26, 2006 22:17:09 GMT -1
Sælir,
Þetta verður örugglega skemmtilegasta mót og allir riðlar spennandi. Ég spái þessu annars svona:
Í A-riðli stendur baráttan um fyrstu tvö sætin milli Davíðs, Varða og Hjörvars. Ég ætlaði að spá óvæntum úrslitum, þ.e. Varða og Hjörvari upp, en síðan sá ég Davíð vinna GM í 8 leikjum á ICC hérna fyrr í kvöld og skipti um skoðun. Davíð fer áfram en úrslitaskákin er Varði-Hjörvar. Formaðurinn gæti síðan hæglega tryggt sér sæti í B-flokki og spurning hvort hann endurtaki leikinn frá síðasta boðsmóti og leggi Varða að velli. Spái Davíð og Varða upp, Hjörvar í B-flokk og baráttan um hitt sætið þar er á milli formanns, Palla og Einars.
Í B-riðli kæmi mjög á óvart ef Bergsteinn yrði ekki í 1-2 sæti. En slagurinn um hitt sætið verður harður og nánast allir aðrir gætu blandað sér í hann þótt Kjartan, Bjarni og Jón séu skrefinu á undan öðrum. Ég veðja á Kjartan upp, dýrmæt reynsla frá Dóminikanska ræður hér úrslitum. Bjarni og Jón fara í B.
C-riðillinn er sennilega skemmtilegasti riðillinn og þar getur allt gerst. Omar er þó greinilega sigurstranglegastur, ekki síst vegna þess að hann hefur hvítt á Árna í 1 umf og hvítt á Sverri í 2 umf. Einar, Sverrir og Árni bítast um 2 sætið en Svanberg á örugglega eftir að setja strik í reikninginn, hann er í mikilli framför. Guðmundur er líka í framför og pulsan á móti Sigurbirni í síðasta móti gefur sjálfstraust. Spái Omar og nafna upp (nafni vann Einar í deildó!), Einar og Árni í B-flokk.
Ég vinn D-riðilinn en Sigurbjörn og Stefán takast á um 2. sætið. Sigurbjörn hefur hvítt í innbyrðis skák þeirra og það gæti ráðið úrslitum, kallinn er töff með hvítu og Stefán ekki rock solid. Ingi og Danni slást um sæti í B-riðli, ef Ingi er búinn að stúdera Grunfeld-vörnina síðan á SÞR gæti hann tryggt sér sætið með óvæntum vinningi gegn Stefáni eða Sigurbirni. Skákin Ingi-Danni í síðustu umferð gæti orðið hrein úrslitaskák um sæti í B-riðli. Samandregið, Sigurbjörn fer upp með mér, Stefán og Ingi í B-riðil.
Kv. Sverrir
|
|
|
Post by HerrStephan on Mar 27, 2006 15:51:40 GMT -1
Mér sýnist Sverrir nokkuð kokhraustur. Er ekki venja að bjóða upp á veðmál þegar menn fara svona fram úr sjálfum sér eins og Sverrir gerir? Kippa fyrir sæti í A-flokki?
Kveðja, Stefán Freyr.
|
|
|
Post by Sveinn Arnarsson on Mar 27, 2006 17:35:31 GMT -1
Stefán alltaf samur við sig, stekkur upp á afturklaufana og jarmar "veðmál", um leið og færi gefst En gangi ykkur öllum vel í þessu blessaða móti. Það verður gaman að fá að fylgjast með úr fjarlægð kv. Svenni
|
|
Sverrir rn Bjrnsson
Guest
|
Post by Sverrir rn Bjrnsson on Mar 27, 2006 17:43:51 GMT -1
Kippan er ON!
Kv. Sverrir
|
|
|
Post by rir Ben on Mar 28, 2006 9:04:13 GMT -1
Skemmtilegt mót hjá ykkur sem mér þykir leiðinlegt að missa af. Sérstaklega í ljósi þess að ég þarf að mæta Tandranum aftur sem allra fyrst enda hef ég harma að hefna úr síðustu tveimur skákum okkar sem hafa verið ansi magnaðar Gangi ykkur vel og látið nú ekki litla undrið valta yfir ykkur ;D
|
|
|
Post by Thorir Ben on Mar 28, 2006 9:05:04 GMT -1
Ísl stafirnir duttu úr nafninu
|
|
|
Post by Árni on Mar 28, 2006 10:11:47 GMT -1
Sæti í A-flokknum, bjór og fegurðarverðlaun í boði! Það verður hörð rimma þegar Stefán og Sverrir mætast strax í næstu umferð. Ég spái hörkuskák - jafntefli í 73 leikjum eftir miklar sviptingar og mannsfórnir. Já Þórir og Svenni þið verðið að vera með að ári því þetta er hið skemmtilegasta mót. Getur annars einhver sett inn link á PGN skránna úr fyrstu umferð á Skákhornið - ég er í einhverjum vandræðum með að fá lykilorðið mitt sent. www.internet.is/hildurag/bmhauka/haukar06r1.pgn
|
|
|
Post by Sveinn A on Mar 28, 2006 10:33:57 GMT -1
Þórir, þetta mót er ein mesta skemmtun, sé mest eftir því að hafa misst af þessu snilldarmóti. En Stefán Freyr, Sigurbjörn og Ingi Tandri áttu mjög góða sigra í fyrstu umferð. Hf7 hjá Sigurbirni er skemmtilegur killer! Stefán Freyr hlýtur að hafa iðað í sætinu með tvö völduð frípeð í stöðunni á móti Danna Pé og Ingi Tandri átti flotta skák á móti Marteini. Samt sem áður skildi ég ekki alla þessa drottningarleiki hjá Inga en hann vann vel úr þessu. Riddaramillileikurinn þar sem hann slær á f3 að mig minnir fannst mér mjög skemmtilegur. Ég er einnig ánægður með að hafa spáð rétt í skákinni hjá Árna Þorvalds og Omari. Árni er orðinn rock solid. En auðvitað hlýtur að teljast til frétta þegar Svanberg blönderaði illa á móti Guðmundi og fór rakleitt niður í logum (copyright. heiðrúnarlimir) í kjölfarið. Hins vegar eru engar fréttir að Varði vann sína skák í peðsendatafli, á svokallaðri vinnapeðogsvíðavaríanti. Ég veðja kassa Stefán Freyr, KASSA, að Þorvarður Fannar Ólafsson fái ekki fegurðarverðlaun mótsins ;D, ekki það að ég sé að leggja einhverja rýrð á taflmennsku varða, taflmennskan er bara aðeins of "efnishyggjuleg" fyrir mína parta ;D Jafnframt vill ég taka fram að þetta eru aðeins skoðanir Sveins Arnarssonar og endurspegla ekki á nokkurn hátt skoðanir annarra haukamanna, nema þegar kemur að taflmennsku VARÐA ;D kv. Svenni!
|
|
|
Post by HerrStephan on Mar 28, 2006 10:59:33 GMT -1
Mér þykir Svenni fljótur að gleyma skák Varða gegn Sigurði Daða í SÞR. Ég hef persónulega miklu meiri áhyggjur af því að Varði falli á tíma í einhverjum skákum, því stundum ætlar hann að vanda sig svo svakalega.
|
|
Sverrir rn Bjrnsson
Guest
|
Post by Sverrir rn Bjrnsson on Mar 28, 2006 11:21:25 GMT -1
Stórskemmtilegt mót og einstaklega vel mannað, í gær vantaði samt 8 keppendur vegna frestana. Úrslitin eftir bókinni nema náttúrulega háðulegur ósigur minn í vafasömu afbrigði í aljekín. Ég var auðvitað búinn að sjá Hf7 löngu áður en hann kom en leyfði það með fegurðarverðlaunin í huga, staðan auðvitað gjörtöpuð. Önnur úrslit koma ekki sérstaklega á óvart, nema kannski (slysalegt) tap Svanbergs sem ég sá ekki betur en væri manni yfir lengst af. Á eftir að renna betur yfir skákirnar.
Úrslitin gefa annars ekki tilefni til breytinga frá fyrri spá nema að ég verð í 2. sæti í D-riðli en ekki 1. sæti. Kippa í húfi. Svo skilst mér að Jóhann Helgi komi inn í C-riðilinn í staðinn fyrir Einar K. Fyrri spá stendur en Árni hefur vissulega þokast nær takmarkinu með 1/2 gegn Omari.
Kv. Sverrir Örn
|
|