|
Post by Árni on Feb 15, 2005 23:20:08 GMT -1
Einhverjir hafa átt í erfiðleikum með að skrá sig á spjallborðið, svo ég fékk mér netfang á hotmail.com (en það geta menn fengið ókeypis fyrir þá sem ekki vissu) og skráði mig síðan hér. Það virkaði en lykilorðið kom reyndar ekki í inboxið heldur í junk mail. Svo ef þið hafið ekki fengið password í pósti athugið þá junk mail!
Guðmundur, þú sagðist hafa fengið upp einhver error-skilaboð þegar þú reyndir að skrá þig. Það gæti þá verið að þú hafir notað íslenska stafi í username, en þú verður að hafa eingöngu enska. (Síðan getur þú breytt username í "profile" þegar þú hefur fengið lykilorðið sent.) Það gæti líka verið að þú hafir ekki merkt við "I Agree" reitinn neðst á skráningarsíðunni.
Athugið þetta ef þið eigið í einhverjum erfiðleikum með að skrá ykkur.
skákkveðjur, ÁÞ.
|
|