|
Post by Árni on Apr 21, 2006 16:15:35 GMT -1
Jæja þá fer sparkið að byrja fljótlega og ekki seinna vænna að spá svolítið í spilin.
1.sæti: KR. Þetta er öruggt. Dollan á heima í Vesturbænum. Það verður gaman hjá Inga, sem býr í næsta húsi við hinn íðilfagra völl, að fá fagnaðarlætin beint í æð þegar mörkunum rignir inn í sumar.
2-10. sæti: Skiptir ekki öllu máli, en ljóst að 15 mínútna frægð FH-inga er á enda og enda þeir um miðja deild. Þeir geta farið að leggja áherslu á bogahestinn aftur. ;D
|
|
|
Post by Varði on Apr 21, 2006 17:07:06 GMT -1
Eina sem ég veit með vissu er það að Grindavík fellur ekki! Eins og allir vita þá er Grindavík eina liðið sem aldrei hefur fallið úr efstu deild (hugsanlega eina liðið sem aldrei hefur fallið um deild almennt!). Ég hef fulla trú á því að Siggi Jóns losi okkur undan fallbaráttudramatíkinni, sem hefur ofsótt liðið undanfarin ár. Við verðum ekki meistarar, en Evrópusæti ætti að verða líkleg niðurstaða.
|
|
|
Post by siggisaeti on Apr 26, 2006 20:45:28 GMT -1
Grindavík [glow=red,2,300]er[/glow] eina liðið sem aldrei hefur fallið um deild.
En svona verður þetta í sumar:
1. FH Einfaldlega með langsterkasta liðið. 2. ÍA Óli Þórðar fær loks að sýna hvað í honum býr. 3. Valur 4. Keflavík 5. Víkingur Spútniklið sumarsins, spilar í röndum eins og Þró.. 6. Fylkir 7. KR Teitur er óttaleg óheillakráka. 8. Grindavík Bara hefð fyrir þessu 9. Breiðablik Hvað er grænt og fellur á haustin? 10 ÍBV Löngu kominn tími á þá.
|
|
|
Post by Árni on Apr 28, 2006 14:13:48 GMT -1
7. KR Teitur er óttaleg óheillakráka. Bíddu, bíddu. Þetta er náttúrulega grín hjá sætabrauðsdrengnum. Annars hvet ég alla Fimleikafélagsmenn til að mæta í Vesturbæinn sunnudaginn 14. maí og vera mættir vel fyrir kl. 20:00 enda alltaf fjölmenni á Kaplaskjóls Stadium. Þá er KR-FH strax í fyrstu umferð.
|
|
|
Post by Jóhann Helgi on May 22, 2006 10:23:47 GMT -1
Jæja, nú er Vesturbæjarstórveldið komið á beinu brautina og ekkert sem stöðvar hraðlestina. Fyrsta sætið verður okkar og ekkert kjaftæði! PS. Reyndar þarf eitthvað lið fyrst að stöðva svarthvítu Hafnfirðingana
|
|
|
Post by Varði on May 23, 2006 10:44:56 GMT -1
Einhvern veginn læðist að mér sá grunur að Skagamenn nái ekki að stöðva þá á fimmtudaginn.
|
|
|
Post by Árni on May 24, 2006 12:08:27 GMT -1
Jæja, nú er Vesturbæjarstórveldið komið á beinu brautina og ekkert sem stöðvar hraðlestina. Fyrsta sætið verður okkar og ekkert kjaftæði! Hverju orði sannara. Niður með nýríka Actavich-Chelski fimleikafélagið!
|
|