|
Post by Árni on Apr 15, 2005 17:54:50 GMT -1
Þvílík snilld hjá Liverpool á miðvikudaginn - með þetta stjörnuprýdda lið líka. Nú er bara að flengja ríku strákana í Chelski og komast í góðan úrslitaleik.
|
|
|
Post by Heimir on Apr 23, 2005 10:52:12 GMT -1
Jamm Jamm Jamm. Þar sem þeir verða vonandi flengdir af Paolo Maldini og félögum í AC Milan ;D Annars gott mál hjá Liverpool, stórveldið virðist vera að vakna af dvalanum. Verður fróðlegt að sjá hvort þeir geta eitthvað næsta season.
|
|
|
Post by Ingi on Apr 26, 2005 1:20:37 GMT -1
hmmm....... Það væri gaman að fá svör við þessu, en mitt álit er það að þeir ættu að losa sig við alla Spánverja, sem koma nálægt liðinu. Að sjálfsögðu eru þó undantekningar frá reglunni, Xabi Alonso er stórkostlegur leikmaður og Luis Garcia kann að skora. Morientes ætti frekar heima hjá Newcastle með hinum lúserunum og framkvæmdarstjóri leiðinlegasta liðs síðari tíma (Valencia) Rafael Benitez ætti að hætta öllum afskiptum af fótbolta. Hann getur mögulega náð árangri, en það er skemmtilegra að horfa á Einherja spila á móti Hetti, en lið sem hann stjórnar!!!! Ef að hann hins vegar hendir Antonio Nunez og Dietmar Hamann í ruslið, þá gæti þetta lið náð árangri með nokkrum góðum viðbótum! Samt sem áður, áfram Liverpool á móti Chelseal, því það væri gott á hrokagikkinn og kannski ávísun á e-ð betra í Bítlaborginni. Spái samt Liverpool aðeins 4-5 sæti að ári og vinum þeirra í Everton tapi í undanrásum í meistaradeildinni auk fallbaráttu í deildinni!
Kv. Tandrinho
|
|
|
Post by Árni on Apr 27, 2005 20:33:23 GMT -1
Þetta var ágætt hjá okkar mönnum. Chelski tók bara Juventus á þetta í seinni hálfleik - greinilega smeykir, enda Biscan að owna á miðjunni að vanda. Þeir höfðu líka vit á að sparka Djimi litla niður við hvert tækifæri enda drengurinn brellóttur mjög þegar hann er í sóknarhug.
Undarlegt að sjá hvað Boltonmenn eru bitrir útí Spánverja og taktískan, árangursríkan fóbolta, enda með sinn skerf sjálfir af hvoru tveggja.
Nú er bara að tapa fyrir Middlesbrough um helgina... Þá verðum við í góðum málum
|
|
|
Post by Ingi on Apr 30, 2005 23:11:12 GMT -1
Já, það er eðlilegt að Djimi sé sparkaður niður... slíkir eru hæfileikarnir! Því miður fyrir hann og félaga hans endaði leikurinn gegn Middlesboro með jafntefli. Hvað ávísast það á? Hmmm... Líklega annað 0-0, þar sem annað hvort Stevie G. eða Gullsmári klúðra þessu fyrir sitt lið og verða donkaðir! Bolton hefur ekki yfir slíku fé að ráða að þeir hafi efni á að kaupa Morientes á 6,5 millur og selja svo Owen á 8. Enda verða það að teljast vafasömustu viðskipti knattspyrnusögunnar.. Nema ef vera skildi sú furðulega ákvörðun að fá ellilífeyrisþegann Pellegrino á Anfield! Hmm.. Spænska deildin er þannig að það eru 18 lið sem spila grútleiðinlega afsökun fyrir fótbolta (OK, full djúpt í árinni tekið), og 2 stórskemmtileg og góð lið. Það er athyglisvert að í þessum 2 liðum eru sárafáir Spánverjar! Áfram Hamann!
|
|
|
Post by Árni on Apr 30, 2005 23:26:57 GMT -1
Það er bara þannig með stórlið að þau kaupa stjörnur fyrir fúlgur fjár. Síðan slysast stundum einhverjir free-transfer lúðar með en orðið á götunni er að Bolton hafi ekki haldið vatni yfir Pellegríninu enda maðurinn orðinn hauggamall og útbrunninn. Bolton mun hafa séð hann sem framtíðarfjárfestingu en náttúrulögmálin segja að þegar stórlaxarnir koma syndandi verða litlu sílin frá að hverfa. Annars verðum við að sjá til þangað til á þriðjudaginn hvort maður hafi ekki efni á því að láta stóru orðin flakka. Lengi lifi kóngurinn! Lengi lifi Igor Biscan!
|
|
|
Post by Árni on Apr 30, 2005 23:31:47 GMT -1
Síðan langar mig til að óska Aua til hamingju með árangur Nott Forest í vetur. Gaman að sjá þá spila við Shrewsbury og Kidderminster næsta vetur!
|
|
|
Post by Árni on May 6, 2005 19:39:50 GMT -1
|
|
|
Post by Kiddi on Oct 21, 2005 12:43:17 GMT -1
Síðan langar mig til að óska Aua til hamingju með árangur Nott Forest í vetur. Gaman að sjá þá spila við Shrewsbury og Kidderminster næsta vetur! Hehe. ;D
|
|