|
Post by Varði on Aug 16, 2007 9:26:56 GMT -1
Menn taka auðvitað strax eftir því að nafn Sverris Þorgeirssonar vantar í þessa könnun. Það var með ráðum gert því auðvitað fengi barnið öll atkvæðin! Í staðinn gæti orðið smá spenna á milli okkar gömlu mannanna. Gaman væri ef menn gerðu grein fyrir sínu atkvæði. Sjálfur hef ég tröllatrú á öllum þeim sem þarna eru nefndir. Könnunin bíður þó ekki upp á annað en að gera upp á milli vina sinna! Að mínu mati stendur valið á milli Árna og Sverris. Báðir eru þeir of lágir að stigum miðað við getu. Árni var að gera góða hluti á Politiken í sumar og með góðri virkni í vetur mun honum pottþétt fara fram. Sverrir sýndi það og sannaði á skákþingi Norðurlands í vor, að fái hann upp sínar byrjanir og stöður, er hann gríðarlega solid! Sverrir hefur verið að stúdera vel undanfarin misseri og sjálfstraust hans gegn stigahærri mönnum eykst jafnt og þétt. Sverrir fær mitt atkvæði að þessu sinni, en aðrir á listanum eiga án efa eftir að bæta sig í vetur!
|
|
|
Post by Aui on Aug 16, 2007 17:56:45 GMT -1
Sælir félagar, Að sjálfsögðu kaus ég sjálfan mig, enda er erfitt annað en að bæta sig eftir síðasta tímabil með 0/6 í Deildó Kv, Aui
|
|
pall
Þokkalegur
Posts: 15
|
Post by pall on Aug 16, 2007 19:58:02 GMT -1
Aui hlýtur að vera líklegastur til að bæta sig. Hefur langbestu viðspyrnuna.
|
|
|
Post by sverrir on Aug 17, 2007 11:32:24 GMT -1
Jújú maður hefur ekki farið varhluta af stúderingum upp á síðkastið. Um daginn fattaði ég meira að segja að ég var búinn að stúdera samfleytt í þrjá sólarhringa án þess að ganga til hvílu eða borða vott né þurrt.
Þótt Aui sé líklegur tippa ég samt á Heimi sem nú er staddur í stúderingabúðum í Noregi.
Kv. Sverrir
|
|