Jæja, þá er Hellismótið hafið og 1.umferð lokið. Þar sem ég var upptekinn á mánudagskvöldinu, fékk ég frestun fram á þriðjudagskvöld. Auk mín er Haukamaðurinn Sverrir Þorgeirsson með í mótinu og verður gaman að fylgjast með honum.
Sökum frestunarinnar var keppendum á þriðjudagskvöldinu raðað upp á nýtt. Þetta gerði það að verkum að ég fékk sterkan andstæðing, Sigurð Daða, strax í 1.umferð. Ég hafði hvítt og upp kom Sikileyjarvörn.
(Árni væri kannski til í að henda inn stöðumyndum þar sem ég gef merki um þær. Einnig væri gott ef hann gæti leiðbeint okkur hinum, hvernig setja á inn stöðumyndir).
Hvítt: Þorvarður Fannar Ólafsson
Svart: Sigurður Daði Sigfússon
1.e4-c5 2.Rf3-d6 3.d4-cxd4 4.Rxd4
Ég hef undanfarið verið að vinna markvisst að því að stúdera hefðbundin afbrigði í Sikileyjarvörn. Eins og menn sjálfsagt þekkja var ég farinn að drepa nær undantekningalaust með drottningu á d4 eftir 2.-d6. Með þeim leik hef ég verið að ná frábærum árangri gegn mér svipuðum og stigalægri andstæðingum. Sterkari andstæðingar hafa hins vegar verið að refsa mér fyrir þetta og er einn þeirra einmitt Sigurður Daði í síðustu kappskák okkar. Ég vissi ekki hvaða afbrigði Daði kæmi til með að tefla eftir 4.Rxd4, en hikaði þó ekki við að taka áskoruninni, viss um það að geta lært heilmikið af skákinni hvernig sem hún færi.
4.-Rf6 5.Rc3-Rc6
Ég var eiginlega að vonast eftir einhverjum öðrum leik en þessum. Þótt þetta sé eitt vinsælasta afbrigðið í dag, hef ég ekki skoðað það nægjanlega vel. Ég vissi að 6.Bg5 væri nær undantekningarlaust leikið, og svartur svaraði vanalega með 6.-e6, þó eru til aðrar leiðir eins og 6.-Db6, sem ég sökum vankunnáttu óttaðist mjög. Ég valdi því rólegan leik sem kenndur er við Boleslavsky.
6.Be2
Þessi leikur hefur greinilega komið Daða á óvart, enda hugsaði hann sig töluvert um áður en hann lék næsta leik sínum. Ég var mjög sáttur við það að hafa náð honum að einhverju leyti út úr bókinni.
6.-e5 7.Rb3-Be6 8.Bg5-Be7
Hér var ég eiginlega búinn að ákveða að hróka stutt og ná svo yfirráðum yfir d5-reitnum með því að drepa á f6. Ég hefði betur haldið mig við þetta plan í stað þess að fara út í þau ævintýri sem ég gerði.
9.Dd3 ?!
Þetta virðist vera nýr leikur í stöðunni. Ég vil ekki fullyrða um það að hann sé alslæmur, en hann er upphafið að kolvitlausu plani.
9.-0-0 10.0-0-0-Rb4 11.Dg3?
Eins og áður segir er ég að velja rangt plan í stöðunni. Ég var að gæla við það að ná einhverri kóngssókn samhliða þrýstingi eftir d-línunni. Drottningin gerir þó í raun lítið annað þarna en að vera fyrir eigin peðum, auk þess að vera skotspónn svörtu mannanna. Hér hefði ég átt að leika 11.Db5 og hirða svo peðið á b7 eftir 11.-a5. Chess Assisstant gefur upp jafnt tafl í þeirri stöðu og mælir með því að svartur þráleiki með -Hb8-a8-b8. Eftir textaleikinn nær svartur afgerandi frumkvæði.
11.-Hc8 12.Bxf6-Bxf6 13.a3
(
13.-Bh4!
Öflugur millileikur sem mér yfirsást. Drottningin er nú hrakin á verri reit.
14.Df3-Rc6 15.Rd5-a5 16.Bb5
Eini leikurinn. Ég mátti alls ekki leyfa 16.-a4 með 17.-Rd4 í kjölfarið.<br>
16.-f5!
Ef ég var ekki búinn að því fyrir, þá áttaði ég mig á því hér að staðan mín var orðin virkilega erfið. Svartur leitast einfaldlega eftir því að opna stöðuna, en við það myndu menn hans verða allsráðandi á borðinu. Ég hafði eytt töluverðum tíma í undanfarna leiki og eyddi mestum tíma í minn næsta leik.
17.Dh3!
Við Daði vorum báðir sammála um það að þetta væri besti möguleiki hvíts. 17.-Bxf2 má svara með 18.Hhf1 og hvítur hefur spil. Daði fann þó öflugan leik á móti.
17.-Bd7! 18.g3-Bg5+ 19.f4-fxe4 20.Dh5
Ég átti ekki nema rúmar 4 mínútur (30 sek. per leik) þegar ég lék þessum leik. Ég var farinn að eygja smá möguleika hér, var a.m.k. ánægður með að hafa náð að flækja taflið.
20.-Bh6 21.Kb1-Be6
22.Bxc6
Ég veit ekki hvort þetta sé góður leikur. Ég var búinn að reikna út nokkur afbrigði þar sem þessi riddari hefði orðið feikisterkur, t.a.m. á e5 eftir hugsanleg uppskipti á f4.
22.-bxc6 23.Rc3-exf4 24.Rxe4-Hf5?!
Daða verður hér, að mínu mati, á ónákvæmni. Eftir 24.-Bxb3 25.cxb3-d5 hefur svartur tögl og haldir í stöðunni.
25.De2
Nú þarf svartur að hafa áhyggjur af óvölduðum biskup sínum á e6.
25.-Bd5?!
Aftur ónákvæmur leikur að ég held. Betri leikur hefði sennilega verið 25.-He5 þó hvítur geti strítt svörtum með 26.gxf4-Bxf4 27.Hhf1
26.Hhe1??
Tapleikurinn, sem ég lék nánast að bragði! Ég hafði leikið síðustu 5 leikjunum tiltölulega hratt og átti enn rúmar 4 mínútur eftir. Ég held ég hafi hreinlega ekki áttað mig á því að ég var kominn á fullu inn í skákina aftur! Hér hefði 26.c4! valdið Daða miklum erfiðleikum. Svo virðist sem hvítur megi vel við una eftir 26.-Bxe4 27.Dxe4-He5 28.Dxe5-dxe5 29.Hxd8-Hxd8 30.gxf4-a4 31.Ra5-exf4 32.Rxc6
Svekkjandi að missa af þessu.
26.-He5 27.Dd3-De7 28.Rxd6
Ekkert verra en hvað annað.
28.-Dxd6 29.c4
Leikið í þeirri veiku von um að Daði myndi ekki sjá næsta leik, en 29.Hxe5-Dxe5 30.gxf4-Bxf4 31.Rxa5 var með öllu vonlaust.
29.-Be4
30.Gefið <br>
0-1
Ekki góð byrjun, en það er bara að gera betur næst.