|
Post by Varði on Dec 21, 2006 23:25:19 GMT -1
Sælir félagar! Mér var að detta það í hug að stofna stúderingaklúbb, sem væri opinn Haukamönnum, Kátum Biskupum, og öllum þeim sem stunda skáklíf í Hafnarfirði. Ég ræddi hugmyndina aðeins við Þá Martein og Gísla á síðustu skákæfingu og tóku þeir vel í þetta (kominn a.m.k. grundvöllur fyrir mætingu!) . Hugmyndin er sú að menn skiptist á (ef þeir treysta sér) að halda fyrirlestur, með veggtaflið að vopni! Til að hafa sem mest gagn og gaman af þessu, er málið að hafa þetta eins vandað og "professional" og menn hafa tök á. Þá er ég að tala um að menn kæmu undirbúnir til leiks með efni að eigin vali og væru búnir að velja skákir og svona. Ég er tilbúinn í það að ríða á vaðið með fyrsta fyrirlesturinn, en vil taka það fram að styrkleiki fyrirlesarans er með öllu afstæður. Aðalatriðið er að hafa gaman af þessu og um að gera að "kommenta" sem mest. Við þyrftum að ákveða stað og stund. Mér dettur í hug Haukahúsið, Framsóknarhúsið (ef Einar leyfir), og herbergin á Súfistanum og A.Hansen. Ég væri til í að hefja þetta fljótlega á nýju ári. Endilega segið álit ykkar á þessu. Nýjar hugmyndir eru einnig vel þegnar. Kveðja, Varði.
|
|
|
Post by bingi on Dec 22, 2006 11:03:44 GMT -1
Sælir, þetta er góð hugmynd hjá Varða og ég tilbúinn að leggja til húsnæði og tæki til að gera þetta sem best. Hægt væri t.d. að tengja tölvu við skjávarpa og á breiðtjald á III. hæð, eins mun verða hægt að tengja við risaskjá í fundarherberginu á II. hæð.
Að mínu mati er þetta orðið nokkuð staðnað, að halda eingöngu þessar hraðskákæfingar á þriðjudögum. Áhugi minn á skák er að mikluleiti grundvallaður á sögulegum þáttum og grúski í bókum. Jafnframt er sá tími er maður hefur til að grúska og tefla takmarkaður. Því er það góð tilbreyting og skemmtileg að ætla að víkka út hið staðlaða form klúbbsins, ég fagna þessari hugmynd Varða.
|
|