|
Post by Varði on Oct 27, 2006 8:12:52 GMT -1
Sælir félagar! Nú fer að verða síðasti sjens á að halda skákþing Hafnarfjarðar 2006 á réttu ári. Ég var að spá hvort ekki væri hægt að koma fyrir 7 umferða móti fyrir jólatörnina!? Hugsanlegir mótsstaðir gætu verið Haukahúsið eða Framsóknarhúsið (ef Einar leyfir) svo eitthvað sé nefnt. Eins og flestir ykkar sjálfsagt vita er ég að vinna aðra hverja helgi og myndu eftirfarandi helgar henta mér vel: nóvember: 10-12., 24-26. desember: 8-10. Þar að auki er ég laus flest virk kvöld. Með von um að hægt verði að koma þessu móti einhvers staðar fyrir. Kveðja, Varði.
|
|
pall
Þokkalegur
Posts: 15
|
Post by pall on Oct 30, 2006 15:50:46 GMT -1
Bendi á að 10-12 nóv er boðsmótið í gangi og Hraðskákmót Íslands. 24-26 nóv eru úrslit bikarkeppninnar í Atskák, íslandsmót unglingasveita og íslandsmótið í netskák.
8-10 des held að ég að sé laus.
|
|
|
Post by Árni on Nov 1, 2006 20:23:51 GMT -1
Væri einhver stemning fyrir að hafa þetta atskákmót? Þá væri hægt að klára mótið á einni helgi.
|
|
|
Post by Varði on Nov 1, 2006 22:30:19 GMT -1
Vissulega erum við að komast í tímaþröng með þetta, en mér finnst við verða að tefla kappskákir um þennan merka titil. Auk þess höfum við einnig verið að halda atskákmót Hafnarfjarðar. Við gætum hugsanlega haft þetta eins og síðast, þ.e. teflt 3 atskákir á föstudagskvöldinu og svo 2 kappskákir á lau. og sun. Ég vonast þó til að hægt verði að hafa þetta eingöngu kappskákir, t.d. 7 skákir á tveimur helgum ef þær standa til boða. Ég vil einnig vekja athygli á þeim möguleika að tefla á virkum kvöldum.
|
|