|
Post by Árni on May 29, 2006 20:11:52 GMT -1
Þá fer að líða að lokasprettinum í Boðsmótinu. Tvær umferðir verða tefldar næstkomandi laugardag (3. júní) og síðasta umferðin verður á þriðjudag (6. júní).
Að vísu þarf að klára nokkrar skákir í vikunni. Þetta eru bæði frestaðar skákir og flýttar. Í kvöld áttu að tefla: Bergsteinn-Omar Svanberg-Hjörvar Sverrir Þ-Ingi Guðmundur-Einar
Aðrar skákir sem tefldar verða í vikunni: Árni-Jón Sverrir Örn-Jón Stefán Már-Sverrir Þ Stefán Már-Guðmundur
Þá eru þessar eftir:
9.umferð, 3.júní: A-flokkur Þorvarður-Bjarni Davíð-Jóhann Stefán F-Omar
B-flokkur Árni-Daníel Jón-Auðbergur
C-flokkur Ingi-Páll Marteinn-Guðmundur Ingþór-Einar
10.umferð, 3.júní: A-flokkur Bjarni-Stefán F Jóhann-Þorvarður Sigurbjörn-Davíð
B-flokkur Daníel-Jón Sverrir Ö-Auðbergur
C-flokkur Páll-Stefán M Ingþór-Marteinn
11.umferð, 6.júní: A-flokkur Omar-Bjarni Stefán F-Jóhann Þorvarður-Sigurbjörn
B-flokkur Auðbergur-Daníel Svanberg-Sverrir Ö
C-flokkur Sverrir Þ-Páll Ingi-Ingþór Marteinn-Einar
|
|
|
Post by Árni on May 29, 2006 20:59:04 GMT -1
Rétt að minna á að skákirnar á laugardaginn verða í húsi flokksins sem sumir vilja meina að sé í framsókn við Hverfisgötu. Klukkan hvað veit ég hins vegar ekki. Einhver? Eftir skákirnar verður svo sprell og húllumhæ. Heyrst hefur að menn megi eiga von á fjörugum skemmtiatriðum. Auðbergur sem nýlega missti titilinn fallegasti flugumferðastjórinn á Íslandi í hendurna á einhverju bimbói mun víst stjórna línudansi, Varði mun kveða fornar grindvískar sjóararímur og Einar G. ku ætla að mæla fyrir hressilegri skál til heiðurs samruna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Menn mega greinilega ekki láta sig vanta.
|
|
|
Post by Jóhann Helgi on May 30, 2006 8:40:41 GMT -1
Sælir félagar Ítreka ósk Árna um að tímasetningar á laugardag verði ákveðnar sem fyrst Hlakka til að liðka puttana um helgina og væri gott að vita hvort maður þarf að vera kominn á fætur á óguðlegum tíma til að freista þess að snúa á Davíð
|
|
Sverrir Orn Bjornsson
Guest
|
Post by Sverrir Orn Bjornsson on May 30, 2006 11:09:25 GMT -1
Sælir,
Já gott væri að fá tímasetningar á hreint og ekki síður hvenær frestaðar verða tefldar í vikunni. Og hvernig fór í gær? : )
Kv. Sverrir
|
|
|
Post by Ingi on May 30, 2006 11:44:44 GMT -1
Fjórar skákir voru tefldar í Boðsmótinu á mánudagskvöld.
A-flokkur
Bergsteinn-Omar: 1-0
B-flokkur
Svanberg-Hjörvar: 1/2-1/2
C-flokkur
Sverrir-Ingi: 1-0 Guðmundur-Einar: 0-1
Jammjammjamm.... Undirritaður klúðraði ansi unninni stöðu niður. Fer að verða dálítið þreytt... Bergsteinn vann nokkuð örugglega sýndist mér. Svanberg hafði betra, en náði ekki að nýta sér það. Einar vann Guðmund í ansi súrri skák.
Ég hef tekið þá einræðislegu ákvörðun að fyrri umferðin hefjist kl. 11 og sú síðari kl.16 á laugardaginn.
Skákir í kvöld að Ásvöllum: Stefán P.-Sverrir Árni-Jón
Fimmtudagskvöld í Garðabæ: Sverrir Örn-Jón Guðmundur-Stefán P.
Ég á reyndar eftir að fá endanlega staðfestingu frá Jóni.
kv. Ingi
|
|
|
Post by Jóhann Helgi on May 30, 2006 16:11:41 GMT -1
Einræði er ekki alslæmt
|
|
|
Post by Ingi on Jun 1, 2006 12:34:14 GMT -1
hehe.. nei það er ekki slæmt.
Vil samt koma því að að skákirnar í kvöld verða á Ásvöllum, en ekki í Garðabæ.
|
|
Sverrir Orn Bjornsson
Guest
|
Post by Sverrir Orn Bjornsson on Jun 1, 2006 14:11:19 GMT -1
Á ég að tefla við Jón og verður byrjað kl 19:30??
|
|
|
Post by Ingi on Jun 1, 2006 14:36:11 GMT -1
Já, þú teflir við Jón, en þið byrjið kl. 19:00
|
|
|
Post by Jóhann Helgi on Jun 6, 2006 9:23:54 GMT -1
Hvernig er svo staðan í mótinu fyrir síðustu umferð?
|
|