|
Post by Aui on May 25, 2006 22:14:26 GMT -1
Sælir félagar, Það eru mér mikil vonbrigði að menn hafi ekki getað komið og hjálpað til í fjölteflinu á morgun. Varði ætlar að koma en ég sjálfur er að fara vestur á Ísafjörð. Auðvitað skilur maður það að menn séu að vinna og svoleiðis en þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem að svona gerist. Það er enginn svarar og getur verið með. Jæja svona er þetta bara Takk Varði og gangi þér vel. Aui
|
|
|
Post by Varði on May 25, 2006 23:11:13 GMT -1
Reyndar er ég sá sem einna síst gæti verið með. Mæti á vakt kl.3 í nótt (eftir c.a. 3 tíma) og gæti þurft að vera til hádegis. Síðan læt ég mig hafa það að mæta í fjölteflið kl.17, en þarf svo að vera mættur í vinnuna aftur kl.19 og verð til 5-6 á laugardagsmorgun. En hvað gerir maður ekki fyrir Haukana. Reyndar er þetta annað góðverkið sem ég geri á stuttum tíma! (smá kaldhæðni) Hvernig er þetta annars með töflin Aui? Verða þau tilbúin upp í Áslandsskóla eða...........?
|
|
|
Post by Aui on May 26, 2006 8:36:18 GMT -1
Það eiga að vera töfl uppfrá. Ég býð hverjum þeim manni sem að er tilbúinn að mæta með Varða 5.000. krónur. Það er fyrstur kemur fyrstur fær. sá sem að hringir fyrstur í síma 821-1963 og meldar sig fær peninginn.
|
|
|
Post by Árni on May 26, 2006 10:18:37 GMT -1
Ég get mætt, en afþakka með öllu að fá pening fyrir
|
|