|
Post by jonmagn on May 18, 2006 13:25:40 GMT -1
Fyrir forvitnissakir langar mig að vita af hverju Snorri er farinn úr Haukum,er einhver sem veit eitthað um það. Er þetta algengt að menn hlaupi á milli félaga eða er TR farið að borga mönnum fyrir að koma
|
|
|
Post by Pll Sigursson on May 18, 2006 13:54:21 GMT -1
Hann virðist mjög viðkvæmur gagnvart gagnrýni.
Varði skaut á hann þegar Snorri var að lýsa U2200 muppetum (Muppert er lélegur skákmaður skv. flestum orðabókum) og Varði skaut á móti að árangangur Snorra í Deildó hefði ekki verið kannski í samræmi við væntingar og stig. (Reyndar af skiljanlegum ástæðum).
Snorri leið ekki slíkar ásakanir frá samherja og hætti því og skipti yfir í TR af öllum félögum eins og þá vanti góða leikmenn.
|
|
|
Post by jonmagn on May 18, 2006 14:04:42 GMT -1
Ok eg skil,það hefur reyndar alltaf farið mjög í taugarnar á mér þetta muppet kjaftæði og litilsvirðing í garð lakari skákmanna.takk fyrir upplysingarnar
|
|
|
Post by Varði on May 18, 2006 21:15:39 GMT -1
Ég er 99% viss um það að Snorri hafi verið búinn að ákveða þessi félagaskipti áður en þetta "mál" kom upp.
|
|
Hinn meinti gesjklingur
Guest
|
Post by Hinn meinti gesjklingur on Jun 29, 2006 17:52:39 GMT -1
Smje. Tóm della Varði. Ég hef margsinnis reynt að útskýra Muppethugtakið á skákhorninu...menn geta lesið um það á horninu. En þetta er almennur misskilningur að muppet = lélegur skákmaður. Kannski leggja aðrir þann skilning í málið, en ekki ég. Palli segir síðan: "Hann virðist mjög viðkvæmur gagnvart gagnrýni. Varði skaut á hann þegar Snorri var að lýsa U2200 muppetum (Muppert er lélegur skákmaður skv. flestum orðabókum) og Varði skaut á móti að árangangur Snorra í Deildó hefði ekki verið kannski í samræmi við væntingar og stig. (Reyndar af skiljanlegum ástæðum).Snorri leið ekki slíkar ásakanir frá samherja og hætti því og skipti yfir í TR af öllum félögum eins og þá vanti góða leikmenn" Sumt rétt...sumt ekki. t.d. sagði hann að ég hefði verið með einn lélegasta árangur Haukamanna í deildó! Það er svoldið meira. Hann nefndi heldur ekki, að á síðasta vetri var ég með eitt besta skorið í a-liðinu, af þeim sem tefldu að staðaldri, meðan t.d. útlendingar klikkuðu sumir, og aðrir. Ég á þó að geta betur, það er rétt. En þetta síðasta hjá Palla var málið (og ég þakka, að vera kallaður góður leikmaður): Það er ekki hægt að tefla í liði, þar sem slíku vantrausti er lýst. Og það var meira. Varði hraunaði þarna yfir mann, kallaði mann geðsjúkling osfrv. Hvernig átti ég að geta teflt í sama liði og slíkur maður; sér í lagi þar sem enginn Haukamaður mótmælti þessu. Hvernig hefði verið á EM, t.d.? Varði segir síðan, að ég hefði vísast verið 99% búnað ákveða að skipta. Bull. Tómt bullt. Ég var ekki á útleið...var spenntur fyrir að fara á EM, taka þátt í að vinna DK með Haukum næsta vetur, osfrv. Ég var alls ekki á útleið. Þetta er því tóm steypa sem Varði segir, og hefur hann sett enn meira niður í mínum huga fyrir vikið. En kannski eðlilegt að hann reyni að finna aðrar ástæður fyrir þessu en þær réttu, að Varði hrakti mig úr félaginu. Punktur. En þessi félagaskipti: ég beið í sólarhring, uns reiðin hafði örugglega runnið, en þá sá ég, með eins skýran huga og ég get haft, að ég gæti ekki teflt með sama liði og Þorvarður Stam Keane, sem hraunar yfir "samleikmenn" sína með þessum hætti...og reyndi síðan að réttlæta þetta með ýmsum hætti. Útilokað. Annar hvor okkar varð að fara, og þar sem Varði er, var og verður "innfæddur" Haukamenn var eðlilegra að ég færi. Það á ekki að viðgangast að einn liðsmaður gagnrýni annan fyrir frammistöðuna í liðinu...og það opinberlega. Slíkt er kallað "agabrot" hjá venjulegu fólki...en mér skildist síðan á Aua, sem ég hef enn miklar mætur á, að Haukar hefðu ekkert gert í þessu máli...eins og mig grunaði reyndar. Því átti ég engra kosta völ. Ég varð að fara. En af hverju í TR? Ja, ég gaf mörg hint á horninu um óánægju mína með þessi skrif Varða og að ég myndi eiga erfitt með að tafla í sama liði og hann í framtíðinni. Haukamenn hunsuðu þessar ábendingar algjörlega...TRingar voru þeir fyrstu sem höfðu samband...Ég gerði engan "félagaskiptasamning" við TR, sem hefðu tryggt mér peninga. Ég fékk bara email frá Óttari Felix, sem sagði hann, að hann vilji ekki ýta á mig, en ef ég myndi vilja skipta, yrði hann mjög glaður að fá mig í TR. Og þar sem ég var greinilega meira velkominn í TR en Haukum, skipti ég yfir. Það var reyndar "tilboð" á leiðinni frá öðru félagi, þegar ég sendi félagaskiptabréfið og nokkur rausnarlegt, var mér sagt. En ég varð bara að koma mér burtu, úr því ég var geðsjúklingur, hrokagikkur, lélegur skákmaður og hvað það annað sem Þorvarður fullyrti og enginn mótmælti...og skipti í fyrsta félagið sem sýndi áhuga á að fá mig. Svo einfalt var það. Og það án skilyrða, samninga eða fégreiðslna, eins og einhver ýjaði að hér að ofan. Ég var það sár yfir þessum skrifum, og athugasemdaleysi Haukamanna, að ég fór í fyrsta félagið sem bauð mig velkominn. Mér líkar ágætlega við nær alla sem ég hef kynnst í Haukum og óska ég félaginu velfarnaðar á komandi misserum. En vonandi hugsar Varði sig um, kannski næst þegar hann nuddar teppasjampóinu á bringuháraskóginn eftir fótboltaleik, að hann þarf líka, eins og allir aðrir, að bera ábyrgð á orðum sínum og gjörðum.
|
|
|
Post by Aui on Jul 6, 2006 14:34:38 GMT -1
Ég skil ekki alveg þennan síðasta póst?? Er þetta Snorri eða er einhver annar að gínast með þetta, sem mér þykir reyndar ósmekklegt. Ef þetta er Snorri þá vil ég bara segja það enn og aftur að ég gat ekki "brugðist við" þar sem ég var staddur erlendis. Þú hefðir átt að hafa samband við mig áður en þú skiptir en ekki skipta í fýlu. Síðan enn og aftur takk fyrir samvinnuna og vinsamlegast ræðum þetta ekki á spjallborðum heldur hafðu samband við mig beint.
|
|