|
Post by Varði on Feb 9, 2005 9:49:48 GMT -1
Sælir félagar! Við Stefán Freyr viljum endilega koma þessu móti í framkvæmd. Ég vil hvetja þá Haukamenn/Hafnfirðinga, sem hafa áhuga á að taka þátt, að melda sig hér svo hægt sé að hefja undirbúning. Einnig eru uppástungur um fyrirkomulag, stað og stund, vel þegnar. Við Stefán vorum búnir að ræða við Snorra og Inga. Þeir sögðust ekki alveg treysta sér til að vera með, en væru til í að vera mótstjórar og skrá niður afleikina. ;D Stefán fer erlendis á fimmtudaginn, en kemur fljótt til landsins aftur og stoppar í 2 vikur (að sjálfsögðu um það leyti sem deildakeppnin fer fram ) áður en hann heldur til Danmerkur. Væru áhugasamir til í að halda mótið á því tímabili? Kveðja, Varði.
|
|
|
Post by Árni on Feb 9, 2005 17:24:04 GMT -1
Þetta er nú eitthvað sem maður væri til í að prófa. Ekkert jafnast á við góðan höfuðverk.
En hvaða vitleysa er þetta með að Ingi treysti sér ekki til að vera með. Sem sjálfskipaður skákþjálfari Inga verð ég að grípa í taumana. Þú getur semsagt fest okkur Inga Tandara á blað ;D
|
|
|
Post by Ingi on Feb 9, 2005 21:42:14 GMT -1
Það er nokkuð ljóst að maður tekur þátt í þessu móti, en það eru skilyrði fyrir þáttöku: 1. AM-inn okkar verður að taka þátt.<br>2.Hámark keppenda frá TG verður að vera 3. 3.Ég verð ekki með nema Svenni verði með!!! og svo er ein spurning að lokum, hver eru tímamörkin?
|
|
|
Post by Varði on Feb 9, 2005 22:22:35 GMT -1
Ég ætti alveg eins von á því að þetta yrði fámennt (-10 manns). Er ekki viss um að allir treysti sér í þetta.
Ætli okkur myndi nokkuð veita af atskákartímamörkum !?
Hvernig er það annars með blindskákir, sem þeir bestu eru að tefla í mótunum úti, er ekki vaninn að hafa tómt skákborð fyrir framan sig? Mig minnir að það hafi verið þannig þegar Helgi Áss tefldi blindskákirnar við Kasparov.
|
|
|
Post by Ingi on Feb 9, 2005 22:28:22 GMT -1
já það gæti náttúrulaga orðið alveg sprenhlægilegt að horfa/hlusta á blindskák í tímahraki... þarf ekki dómara á hverja skák???
Spyr sá sem ekki veit
|
|
|
Post by Varði on Feb 10, 2005 1:39:58 GMT -1
Eða upptökutæki við hverja skák, svona eins og í yfirheyrslunum!? ;D
|
|
|
Post by Varði on Feb 10, 2005 8:32:19 GMT -1
Talandi um blindskák, þá á ég aldrei eftir að gleyma einni stund á Politiken Cup í Kaupmannahöfn árið 1998. Enski stórmeistarinn Luke McShane (2614) og félagi hans Daniel Gormally (2472) voru að tefla gamniskákir á milli umferða. tímamörkin voru 5 mínútur á mann (venjuleg hraðskák), nema hvað Luke, sem þá var 14 ára, sneri baki í borðið og tefldi blindandi á meðan Daniel tefldi eðlilega skák. Luke hafði aðstoðarmann sér við hlið til að leika því sem hann bað um, ýta á klukkuna, og segja sér reglulega hversu margar mínútur/sekúndur hann átti eftir. Ég man að við íslendingarnir misstum gjörsamlega andlitið þegar Luke hreinlega samkjaftaði ekki í tímahrakinu. Hann hefur örugglega svarað svona 5 leikjum án þess að anda! Hann var að tefla endatöflin óaðfinnanlega, og það blindandi, alveg á lakkinu! Þeir félagar tóku 6 svona skákir og til að gera langa sögu stutta þá sigraði Luke McBlind 4-2. Við íslendingarnir vorum allir á sama máli um það að þetta væri eitthvað sem kallaðist TALENT !
|
|
|
Post by sverrir on Feb 11, 2005 20:16:50 GMT -1
Já þetta sýnir líka hvað Sigurbjörn er góður, vann McShane í deildó fyrir ca 2-3 árum ;D
Annars held ég að þeir tefli fyrir framan tölvuskjá á Melody Amber mótinu, þá væntanlega með autt taflborð á skjánum. Myndir af þessu á chessbase.com.
Kv. Sverrir
|
|