|
Post by HerrStephan on Apr 19, 2006 8:50:05 GMT -1
Skákir í gær A-riðill: Davíð-Auðbergur 1-0 Hjörvar-Auðbergur 1-0 Einar-Davíð 0-1 Þorvarður-Páll 1-0
B-riðill: Jón-Ingþór 0.5-0.5
C-riðill: Sverrir-Jóhann 0-1
Staðan er þá svona: A-riðill: Þorvarður 3,5 af 4 Davíð 3,5 af 4 Hjörvar 3 af 4 Einar 1 af 4 Auðbergur 1 af 4 Páll 0 af 4
B-riðill: Bjarni 3,5 af 4 Jón 3 af 4 Bergsteinn 2,5 af 4 Kjartan 2 af 4 Ingþór 1 af 4 Stefán 0 af 4
C-riðill: Jóhann 3,5 af 4 Omar 3 af 4 Árni 2 af 4 Sverrir 2 af 5 Svanberg 1,5 af 4 Guðmundur 1 af 5
D-riðill: Stefán Freyr 4 af 4 Sigurbjörn 3,5 af 4 Daníel 2 af 4 Sverrir Örn 1,5 af 4 Ingi Tandri 1 af 4 Marteinn 0 af 4
|
|
|
Post by Jhann Helgi on Apr 19, 2006 10:01:47 GMT -1
Þetta er geysilega jafnt í mínum riðli, C-riðlinum. Ennþá margt óráðið um skiptingu í úrslitariðla. Eina sem er öruggt er að ég fer í A-flokkinn og Guðmundur í C-flokkinn. Mér sýnist að Árni geti ennþá lent í A, B eða C-flokki!! Ef ég vinn Omar og Árni vinnur Svanberg þá finnst mér líklegt að Árni verði ofar en Omar á stigum (?) og fari í A-flokk. Ef Svanberg vinnur Árna þá gæti Árni lent í C-flokki, fer þó eftir stigaútreikningi gagnvart Sverri (sýnist samt að Árni yrði hærri). Ef Árni-Svanberg fer jafntefli þá er Árni pottþétt í B-flokki.
|
|
|
Post by HerrStephan on Apr 19, 2006 10:22:40 GMT -1
Skákir í síðustu umferð, mánudaginn 24. apríl.
A-riðill Einar G-Auðbergur Þorvarður-Hjörvar Páll-Davíð
B-riðill Kjartan-Bjarni Ingþór-Stefán M Bergsteinn-Jón
C-riðill Svanberg-Árni Guðmundur-Sverrir Þ Jóhann-Omar
D-riðill Sigurbjörn-Stefán F Sverrir Ö-Marteinn Ingi-Daníel
Ljóst er að spennan er mikil og á mörgum vígstöðvum. A-riðill: Davíð er öruggur áfram í A-flokk. Þó hann tapi fyrir Páli í síðustu umferð, kemst hann áfram á stigum. Það er því hrein úrslitaskák milli Varða og Hjörvars þar sem Varða nægir jafntefli. Önnur úrslitaskák verður milli Einars xB og Auja um hvor kemst í B-flokkinn. Með jafntefli þurfa þeir að tefla atskákir um sætið, því þá verða þeir jafnir á stigum. Páll hefur síðan gulltryggt sæti sitt í C-flokknum hvernig sem fer.
B-riðill: Bjarni er öruggur í A-flokk og úrslitaskák fer fram milli Jóns og Bergsteins um hvor fylgir Bjarna. Jón fer áfram á jafntefli. Tapi Kjartan fyrir Bjarna og vinni Ingþór Stefán kemur til stigaútreiknings milli Kjartans og Ingþórs. Kjartan hefði þá 2 stig (1*vinningar Ingþórs + 1*vinningar Stefáns=1*2+1*0=2) og Ingþór hefði 3.25 stig (0.5*vinningar Jóns+0.5*vinningar Bergsteins=0.5*6.5=3.25). Ingþór kæmist því í B-flokkinn á stigum.
C-riðill: Úff, upp með reiknivélina. Jóhann Helgi er öruggur í A-flokk úr C-riðli. Hann teflir við Omar í síðustu umferð. Fari leikar á þann veg að Jóhann vinnur og Árni vinnur Svanberg, þarf að reikna stig milli Árna og Omars. Árni fengi (0.5*vinningar Omars+0.5*vinningar Jóhanns +1*vinningar Svanbergs+1*vinningar Guðmundar) á meðan Omar fengi (0.5*vinningar Árna+1*vinningar Sverris +0.5*vinningar Svanbergs+1*vinningar Guðmundar). Hendum út því sem er jafnt og eftir stendur (0.5*vinningar Jóhanns+1*vinningar Svanbergs=0.5*4.5+1*1.5=3.75) hjá Árna og (1*vinningar Sverris+0.5*vinningar Svanbergs=1*2+0.5*1.5=2.75) hjá Omari. Árni fylgir því Jóhanni í A-flokk ef úrslit fara á þessa leið. Ef Árni og Svanberg gera jafntefli þarf að reikna stig milli Svanbergs og Sverris. Sverrir fengi 2.5 stig (1*vinningar Árna+1*vinningar Guðmundar=1*2.5+1*0=2.5) og Svanberg fengi minnst 3.5 stig (0.5*vinningar Omars núna+1*vinningar Sverris=0.5*3+1*2=3.5) Ef Árni tapar þarf að reikna stig milli hans og Sverris. Sverrir fengi 2 stig og Árni meira fyrir jafnteflin við Omar og Jóhann Helga. Eftir alla þessa reikninga er því ljóst að Árni er öruggur í B-flokk og á möguleika á því að komast í A-flokk ef Jóhann vinnur Omar. Svanberg fer í C-flokk ef hann tapar fyrir Árna, annars í B-flokk og Sverrir fer í B-flokk ef Svanberg tapar, annars í C-flokk. Guðmundur er öruggur í C-flokk.
D-riðill: Ég og Sigurbjörn erum öruggir í A-flokk og skák okkar því í raun okkar fyrsta í A-flokknum. Ef Daníel vinnur Inga fer hann ásamt Sverri í B-flokk. Ef Daníel og Ingi gera jafntefli og Sverrir tapar þarf að reikna stig milli Inga og Sverris. Ingi fengi 2.25 stig (1*vinningar Marteins+0.5*vinningar Daníels=1*1+0.5*2.5=2.25) og Sverrir fengi 2.75 stig (0.5*vinningar Daníels+1*vinningar Inga=0.5*2.5+1*1.5=2.75). Daníel og Sverrir fara þannig í B-flokkinn nema Ingi vinni Daníel. Ef hins vegar Ingi vinnur Daníel og Sverrir tapar komast Ingi og Daníel í B-flokk. Ef Sverrir tapar ekki þarf að reikna stig milli Inga og Daníels og mögulega Sverris. Stig Inga væru (1*vinningar Daníels+1*vinningar Marteins) og stig Daníels væru (0.5*vinningar Sigurbjörns+0.5*vinningar Sverris+1*vinningar Marteins). Vinningar Marteins telja því ekki. Sleppum þeim og þá verða stig Inga 2 og stig Daníels a.m.k. 0.5*3.5+0.5*2=2.75. Daníel er því alltaf öruggur í B-flokk. Þá er aðeins einn stigaútreiningur eftir, þ.e. ef Sverrir gerir jafntefli á sama tíma og Ingi vinnur Daníel. þá fengi Sverrir 3.25 stig (0.5*vinningar Daníels+1*vinningar Inga+0.5*vinningar Marteins=0.5*2+1*2+0.5*0.5=3.25) en Ingi (1*vinningar Daníels+1*vinningar Marteins=1*2+1*0.5=2.5). Eftir allt þetta maus kemur í ljós að Daníel er öruggur í B-flokk og ætli Ingi sér í með honum verður hann að vinna Daníel og Marteinn að vinna Sverri, að öðrum kosti fylgir Sverrir Daníel í B-flokkinn.
|
|
|
Post by HerrStephan on Apr 19, 2006 10:25:00 GMT -1
Þetta er mikil skemmtilesning. Þar sem ég gerði þetta á smá handahlaupum vil ég gjarnan biðja talnaglögga menn að kíkja yfir þetta og athuga hvort þetta er rétt. Held það hljóti að finnast slíkir menn meðal keppenda - enda ekki nema þrír stærðfræðingar á keppendalistanum.
|
|
|
Post by Jóhann Helgi on Apr 19, 2006 10:50:16 GMT -1
Flott samantekt Mér sýnist þetta vera allt kórrétt fyrir C-riðilinn - stærðfræðiprófið nýtist ágætlega
|
|
|
Post by Árni on Apr 19, 2006 11:50:41 GMT -1
Stefán Freyr, Marteinn, Jóhann, Bergsteinn - eru það ekki fjórir stærðfræðingar eða er ég að rugla?
|
|
|
Post by HerrStephan on Apr 19, 2006 12:17:02 GMT -1
Maður er ekki orðinn stærðfræðingur fyrr en maður hefur glatað hæfileikanum að telja:D
|
|
|
Post by Aui on Apr 19, 2006 12:56:08 GMT -1
Jæja hverju spá menn? Mín spá er svona: A-riðill Einar G-Auðbergur 0-1 tek hann í Carokannekkineitt Þorvarður-Hjörvar jafntefli að hætti hússsssinns Páll-Davíð 0-1 B-riðill Kjartan-Bjarni 1-0 mótivering Kjartans meiri Ingþór-Stefán M Ingþór tekur þetta held ég, Stefán mætti nýta tímann betur á klukkuni sko Bergsteinn-Jón 1-0 C-riðill Svanberg-Árni 0-1 Árni tekur þetta held ég enda Svanberg búinn að borða 4 páskaegg um Páskana Guðmundur-Sverrir Þ 0-1 var þetta ekki búið? Jóhann-Omar jafntefli ekki meira um það að segja steindautt og óþarfi að tefla D-riðill Sigurbjörn-Stefán F 0-1 Stefán hristir upp Benkoinn og vinnur þetta solid Sverrir Ö-Marteinn 1-0 Marteinn sér ekki til sólar Ingi-Daníel jafntefli en verður teflt í botn og verður síðasta skákin til að klárast Svona spái ég nú hvað segið þið spekingarnir
|
|
|
Post by HerrStephan on Apr 19, 2006 13:50:17 GMT -1
Ég held bara að þetta sé allt rétt hjá þér.
|
|
pall
Þokkalegur
Posts: 15
|
Post by pall on Apr 19, 2006 16:24:54 GMT -1
Ég er ekki frá því að ég vinni Davíð ella skal ég hundur heita.
Síðan vinnur Svanberg Árna eftir að hafa leikið kóngnum út á miðborðið í byrjun.
|
|
|
Post by Ingi on Apr 20, 2006 0:08:27 GMT -1
Hmmm... Þetta er ansi hreint rétt hjá þér Stefán freyr, en þú ert einmitt réttnefndur "Stigaglöggi Stefán"! Einar-Aui: Feitt jafntefli.. Hvorugur þorir að láta vaða Varði-Hjörvar: Ég hef mikla trú á stúderaranum vini mínum! Davíð-Palli: Davíð ruslar þér Palli minn... það er erfitt að vera skunkur! B-Riðill: Kjartan-Bjarni: Solid draw Ingþór-Stefán: hef trú á Ingþóri en Stefán er erfiður Bergsteinn-Jón: Jæjajæja... það verður e-r að spá Jóni áfram C Svanberg-Árni: Árninn ruslar þessu auðveldlega Sverrir vann Guðmund Johann-Omar: Johann tekur vin sinn með sér og skilur Omar eftir enda einfaldlega betri! p.s. ef ekki, þá er það 0,5 með sér í A D: Sigurbjörn-Stefán: Hef trú á jafntefli Sverrir Örn-Marteinn Marteinn er því miður ekki orðinn nógu góður til að vinna Sverri! Ingi-Danni: Who cares?
|
|
|
Post by bjarnisa on Apr 20, 2006 0:30:25 GMT -1
Hér kemur mín spá,
A-Riðill Einar G - Auðbergur 0:1 Þorvarður - Hjörvar 0:1 Þægilegra fyrir Hjörvar að þurfa að vinna. Páll - Davíð ½:½ Óvæntu úrslitin. Páll verður nálægt því að vinna en Davíð bjargar sér á þráskák.
B-Riðill Kjartan - Bjarni ½:½ Kjartan rúllar mér upp en sættist síðan á jafntefli þar sem hann þarf ekki á meiru að halda. Ingþór - Stefán 1:0 Eins og oft áður, þá teflir Stefán of hratt. Bergsteinn - Jón 1:0
C-Riðill Svanberg - Árni ½:½ Hagstæðustu úrslitin fyrir báða. Svanberg tryggir sig í B-úrslitin og Árni tryggir sér ½ til að taka með sér. Guðmundur - Sverrir 0:1 Lokið. Jóhann - Omar ½:½
D-Riðill Sigurbjörn - Stefán 1:0 Sverrir - Marteinn 1:0 Ingi - Daníel ½:½
|
|
|
Post by Árni on Apr 21, 2006 13:33:54 GMT -1
Ég ætla að sleppa að spá úrslitum en gerast hins vegar svo hress að spá því hvaða byrjanir komi upp... A-Riðill Einar G - Auðbergur: Caro-Kann, engin spurning. Aui spáir mikið í annarri byrjun til að forðast stúderingar Einars, sem er óárennilegur þegar hann á möguleika á að komast í xB-flokkinn, en svo fattar Aui að hann (caro)kann ekkert annað. Þorvarður - Hjörvar: Sikileyjarvörn. Varði spáir lengi í því koma á óvart og leika 1.d4 og það traustlega en tekur svo tvöfalda sálfræðitrikkið og teflir 1.e4 og það hraustlega. Páll - Davíð: Sikileyjarvörn. Palli fer að tefla eins og hann á að sér og ræðst á drekann kokhraustur. B-Riðill Kjartan - Bjarni: Ítalskur leikur. Kjartan tekur enga áhættu, enda mikið í húfi. Það er margt sameiginlegt með ítalska leiknum og ítalska fótboltanum og Kjartan velur hið þétta 5-4-1 Sweeper afbrigði. Ingþór - Stefán: Stefánssamsull Bergsteinn - Jón: Slavi. Jón tekur þéttan Slava á þetta. C-Riðill Svanberg - Árni: Ekki hugmynd Guðmundur - Sverrir: Frönsk vörn? Jóhann - Omar: Sikileyjarvörn. Jói nennir ekki í Sveshnikov-teoríuna og tekur einhvern hressan gambít á þetta. Nema hann noti enska leikinn, já eða eitthvað allt annað. D-Riðill Sigurbjörn - Stefán F: Caro-Kann ;D Stefán er eitt augnablik sleginn Garðabæjarcomplexinu og ýtir peðinu einum of stutt. Sverrir Örn- Marteinn: Drottningarbragð. Marteinn ákveður að halda sér fast, enda Sverrir sérlega skeinuhættur með hvítu mönnunum. Ingi - Daníel: Sikileyjarvörn - 100% öruggt. Kv, Árni
|
|
|
Post by Árni on Apr 21, 2006 16:33:02 GMT -1
Ingi - Daníel: Sikileyjarvörn - 100% öruggt. Úúps, ég ruglaðist þarna á litum, eða Ingaði þetta! Þetta verður náttúrulega Búdapestargambítur - 75% öruggt.
|
|
|
Post by HerrStephan on Apr 23, 2006 12:30:54 GMT -1
Tveimur skákum lauk rétt áðan. Davíð vann Palla og Bergsteinn vann Jón.
A-riðill: Davíð 4,5 af 5 Þorvarður 3,5 af 4 Hjörvar 3 af 4 Einar 1 af 4 Auðbergur 1 af 4 Páll 0 af 5
B-riðill: Bjarni 3,5 af 4 Bergsteinn 3,5 af 5 Jón 3 af 5 Kjartan 2 af 4 Ingþór 1 af 4 Stefán 0 af 4
|
|