|
Post by hrsveinn on Apr 12, 2006 18:43:45 GMT -1
ég var bara að velta því fyrir mér hvort búið væri að loka horninu eða að eitthvað væri að. Er einhver sem veit meira en ég??
|
|
|
Post by Ingi on Apr 12, 2006 18:48:13 GMT -1
mér er sagt að það sé búið að loka því. Blessuð sé minning hornsins!
|
|
|
Post by sverrir on Apr 12, 2006 21:13:02 GMT -1
Hvernig skyldi annars standa á þessu? Ég hef alltaf haldið að Daði Örn héldi þessu skákhorni úti nánast á eigin spýtur og maður hefði reiknað með að hann léti vita fyrirfram ef hann nennti þessu ekki lengur þannig að t.d. Skáksambandið gæti hugsanlega gert einhverjar ráðstafanir. Maður á eftir að sakna hornsins, það var orðið fastur liður að kíkja við þarna og þótt að oft hafi verið rólegt spunnust oft ágætar umræður um ýmislegt varðandi skáklífið og skákhreyfinguna.
Sverrir
|
|
|
Post by siggisaeti on Apr 12, 2006 23:06:03 GMT -1
Ég hef líka heyrt að Daði sé hættur með hornið. Mikill missir þar, því að mestanpart hefur þarna verið skemmtilegur vettvangur fyrir skákáhugamenn til að skiptast á skoðunum, leggja skákþrautir fyrir hvern annan, sýna eigin skákir og annarra o.s.frv. Vissulega hafa verið ýmis leiðindi í gangi líka, þó lítið hafi verið um slíkt nýlega. Ég hefði frekar búist við lokun á þeim tímum þegar rifrildi og skítkast voru daglegir viðburðir og ég er líka hissa á hversu fyrirvaralaus þessi lokun er.
Ég þakka Daða Erni fyrir hans óeigingjarna starf við að halda skákhorninu úti. Hans framlag til skákar á Íslandi verður seint þakkað.
Nú stendur kannski upp á okkur Haukamenn að taka upp þráðinn. Við höfum þennan spjallþráð, sem vissulega hefur tekið ákveðinn fjörkipp síðustu daga.
Áfram Haukar, Þróttur og Liverpool
|
|
|
Post by hrsveinn on Apr 12, 2006 23:27:44 GMT -1
Ég verð bara að segja eins og er að ég er skítsvekktur yfir því að horninu hafi verið lokað. Ég skil reyndar vel að Daði sé orðinn þreyttur á þessu, enda hefur hann stýrt horninu í langan tíma.
Persónulega hafði ég svakalega gaman að því að fara þarna inn, skoða þrautir og haft einnig vettvang til þess að hrósa öðrum skákmönnum fyrir frammistöðu þeirra. Það ætlaði ég að gera í dag og óska Dag og Stebba til hamingju með frábæran árangur á First Saturday mótinu.
Persónulega vill ég sjá einhvern stað þar sem skákmenn geta komið skoðunum sínum á framfæri, þetta er mikill missir.
kv. Svenni
|
|
|
Post by siggisaeti on Apr 13, 2006 0:30:06 GMT -1
Staðurinn er hér Svenni
|
|