Hérna er sérlega athyglisverð skák sem Ingi tefldi á SR. Þetta er vægast sagt flókin skák og þurfti ég að fá aðstoð frá Herr Fritz til að fá einhvern botn í hana.
Ingi Tandri - Sverrir Sigurðsson [D43]
Skákþing Reykjavíkur 7.umferð, 30.01.2005.
1.d4 d5 2.c4 c6 3.Nc3 Nf6 4.Nf3 e6 5.Bg5 h6 6.Bh4 g5 7.Bg3 dxc4 8.e4 b5
Þetta afbrigði er fyrir hressa stráka enda leiðir það oft til mikilla flækja. Ingi er að sjálfsögðu þaulkunnugur fínustu blæbrigðum stöðunnar og nýjustu tísku í fræðunum og því má gera ráð fyrir að næsti leikur hans sé vel undirbúið heimabrugg.
Leikurinn tekur þó e5 reitinn af riddaranum á f3, auk þess að gefa biskupaparið full auðveldlega.
9.Be5 Nbd7 10.h4 g4 11.Nd2 h5
Hér kemur vel til greina að taka biskupinn 11...Nxe5 12.dxe5 Nd7 13.Qxg4 Nxe5 14.Qg3 Qd6.
12.f3 Rg8 13.Bf4 Bb4
13...Qb6 og hvítur á erfitt með að valda d4-peðið á viðunandi hátt.
14.a3 Bxc3 15.bxc3 Qa5 16.Qc2 gxf3 17.gxf3 Bb7
Þessi býður hættunni heim. Nú kemur Ingi með sleggju...
18.Bxc4!
Það er mikilvægt að vera hress!
18...0–0–0
Sverrir leggur ekki í að taka manninn enda fær hvítur hættulega sókn í staðinn. T.d. 18...bxc4 19.Nxc4 Qa6 20.Nd6+ Kf8 ( eða 20...Kd8 21.Rb1 Nb6 (21...Bc8 22.Nxf7+ Ke7 23.Nd6) 22.Bg5) 21.e5 Ne8 22.Qh7 Ng7 23.Rg1 eins og Ingi sýndi mér eftir skákina.
19.Bf1 Rde8 20.a4 a6 21.Nb3 Qb6 22.axb5 axb5 23.c4
e5 24.Be3
Biskupinn stendur ekki sérlega vel óvaldaður á e3. 24.Bg5 var sennilega betra 24...exd4 25.cxb5 með galopinni og skemmtilegri stöðu.
24...b4 [24...exd4 25.Nxd4 Ne5] 25.Kf2?
Kóngurinn lendir í ógöngum þarna. 25.Bh3 virðist eðlilegur með fínni stöðu á hvítt.
25...exd4 26.Nxd4 c5 27.Nb5 [27.Nf5]
27...Bxe4?
27...Nxe4! 28.fxe4 Qf6+ 29.Ke2 Bxe4 og hvítur er kominn í vandræði.
28.fxe4 Nxe4+ 29.Ke2
29.Ke1 er betri leikur. T.d. 29...Ng3 30.Qd3 Nxh1 31.Ra8+ og nú er það hvítur sem er hress.
29...Ng3+ 30.Kd1 Rxe3 31.Ra8+ Nb8 32.Bh3+
Þetta er áhugaverð staða og augljóslega vandtefld með svona marga menn inná og lítið skjól fyrir kónganna. Enda fara nú undarlegir hlutir að gerast.
32...Re6?
Hér var betra að leika 32...f5 því eftir 33.Bxf5+ getur svartur leikið 33...Kb7. Staðan er þó gríðarlega flókin eftir 34.Ra7+ Qxa7.
33.Re1 Rd8+ 34.Kc1 Kb7
35.Ra7+?
Hvítur átti hérna einfalda leið sem hefði gefið honum vinningsstöðu. 35.Rxe6! fxe6 36.Ra7+ Qxa7 37.Qg2+ Kb6 38.Nxa7. Nú er það svartur sem fær vinningsstöðu.
35...Qxa7 36.Bg2+ Nc6 37.Bxc6+
37...Rxc6?
Svartur endurgeldur hvítum greiðann. 37...Kb6! og Ingi hefði getað farið heim að spila Grand Theft Auto. Nú er það hins vegar Ingi sem stendur til sigurs.
38.Re7+ Kb8 39.Rxa7 Re6
40.Kb2?
Skákin skiptir enn einu sinni um eigendur! 40.Ra8+! og Sverrir hefði getað farið heim að baka vöfflur.
40...Re2 41.Rxf7 Rxc2+ 42.Kxc2 Ne2 43.Rh7 (43.Rf5!) Nd4+ 44.Kb2 Nxb5 45.cxb5 Rd5?
Svartur getur einfaldlega ýtt peðunum af stað og hvítur virðist eiga fátt til varnar; 45...c4 46.Rxh5 c3+ 47.Kc2 (47.Kb3 Rc8 48.Kc2 b3+) 47...Rd2+ 48.Kb3 Rb2+ 49.Ka4 c2.
46.Kb3 Rf5 47.Ka4 Re5 48.Kb3
Hvítur hefði getað tryggt sér jafnteflið með því að skáka á h8,h7 og h6, því ef svarti kóngurinn fer á d-línuna þá leikur hvítur b5-b6 og heldur auðveldlega jafnteflinu.
48...Re3+ 49.Kb2
49.Kc4 hefði verið hressara og jafnteflið ekki langt undan.
49...c4 50.Rxh5 Re2+ 51.Kb1 Kb7 52.Rh6 c3
Eða 52...Re1+ 53.Kb2 c3+ 54.Kc2 Re2+ 55.Kb3 Rb2+ 56.Ka4 c2 með erfiðri stöðu á hvítan.
53.Rc6 Re5?
Glutrar niður vinningsmöguleikunum. 53...Rh2 vinnur bæði hvítu peðin. T.a.m. 54.Rc4 Rb2+ 55.Kc1 Kb6 56.h5 Kxb5. Eftir 53...Re5 er hins vegar stutt í jafnteflið.<br>
54.Rc4 Rxb5 55.Kc2 Ka6 56.Kb3 Kb6 57.h5 Ka6 58.h6 Rh5 59.Rxb4 Rxh6 60.Rc4 Rh3 61.Rxc3 Rxc3+ 62.Kxc3 ½–½<br>
Það er kannski við hæfi að þessari miklu baráttuskák skyldi ekki ljúka fyrr en kóngarnir stæðu einir eftir á borðinu.