Post by Sverrir Orn Bjornsson on Apr 7, 2006 11:54:52 GMT -1
Þriðja umferð boðsmótsins var tefld í gærkvöldi og reyndar ekki nema sex skákir því talsvert var um frestanir, m.a. var engin skák tefld í A-riðli. Verða væntanlega einhverjar frestaðar skákir tefldar á þriðjudaginn nk. Nokkuð var um óvænt úrslit að þessu sinni.
B-riðill:
Stefán - Bjarni 0-1
Byrjunin í þessari skák var óvenjuleg eins og við var að búast og snemma varð ljóst að Stefán ætlaði sér heilan punkt, slengdi drottningunni út á g4 eftir nokkra leiki og hótaði peði á g7. Bjarni tauk hraustlega á móti og fórnaði peðinu og í viðkvæmri stöðu í framhaldinu tefldi Stefán of hratt og misstég sig. Stefán gafst svo upp fljótlega, enda orðinn liði undir.
Kjartan - Jón 0-1
Þetta var hörkuskák eins og reikna mátti með. Jón tefldi einhvers konar heimatilbúna útgáfu af Aljekínsvörn (1. e4 e6 2. d4 Rf6!?) og fékk snemma þrönga stöðu, enda er Kjartan sjóaður í Aljekín eftir fjölda skáka við aljekínsérfræðinginn Einar K. Kjartan vann svo mann fyrir tvö peð og virtist stefna í sigur. En Jón náði einhvern veginn að rétta úr kútnum og var með sterkt peðamiðborð (e6, e5, d5) í endataflinu og ljóst að eftitt yrði fyrir Kjartan að komast áfram. Ég missti síðan af lokum skákarinnar þar sem ég var farinn heim en kannski getur Ingi eða einhver annar frætt okkur betur um það, sennilega hefur Kjartan teigt sig of langt í vinningstilraunum.
C-riðill:
Sverrir - Árni 1-0
Eftir meinleysislega byrjun, uppskiptaafbrigðið í franskri vörn (sem reyndar kom upp eftir 1. Rc3), virtist allt með kyrrum kjörum og maður reiknaði eiginlega með jafntefli. En þá lenti Árni skyndilega í einhverjum vandræðum á drottningarvængnum (sýndist mér) og Sverri tókst að véla af honum skiptamun og peð. Stráknum fataðist svo ekki flugið í úrvinnslunni. Góður og mikilvægur sigur hjá Sverri.
Svanberg - Omar 1/2-1/2
Svanberg fékk fljótlega aðeins verra tafl með stakt peð á miðborðinu og lítið lið eftir á borðinu. Þegar skiptist síðan upp á öllu saman var komið upp athyglisvert peðsendatafl þar sem spurningin var greinilega hvort Omar gæti unnið eða ekki. Svanberg gerði síðan engin mistök og hélt sínum hlut, vel af sér vikið hjá honum.
Guðmundur - Jóhann 0-1
Þessi skák var tefld fyrr í vikunni og ég ekki viðstaddur.
D-riðill:
Sverrir - Ingi 1-0
Ég náði Inga í byrjuninni, hann fékk fljótt erfiða stöðu og eftir riddarafórn á f7 var staðan töpuð. Ég breytti snemma út af skák sem við tefldum á SÞR um daginn til þess að lenda ekki í einhverjum Súfistastúderingum og það gafst vel.
Sigurbjörn-Daníel 1/2-1/2
Byrjunin var spánskur leikur og Daníel tefldi skínandi vel. Í lokastöðunni var komið upp riddaraendatafl þar sem hann mun hafa staðið betur að vígi en jafnteflisboð lauk skákinni snarlega, þessi riddaraendatöfl geta verið tricky.
Í A-riðli hefur Varði færst nær sæti í A-flokki með baráttujafntefli gegn Davíð fyrr í vikunni. Honum mun væntanlega duga jafntefli gegn Hjörvari í síðustu umferð til þess að komast í A-flokk.
Um stöðuna í B-riðli er það að segja að Jón og Bjarni berjast um annað af efstu sætunum, en eiga báðir eftir að tefla við Bergstein, Bjarni í næstu umferð og Jón í síðustu. Bjarni á síðan eftir Kjartan með svörtu þannig að möguleikarnir eru sennilega Jóns megin. Jón er að standa sig vel og þess er ekki langt að bíða að hann birtist á fide-listanum.
Eftir úrslitin í gær er allt upp í loft í C-riðli og ómögulegt að spá hverjir verða í efstu tveimur sætunum. Jóhann á þó erfiðasta programmið eftir, m.a. frestaða skák gegn Sverri.
Í D-riðli er hins vegar ekki eins erfitt að spá og nokkuð ljóst að Sigurbjörn og Stefán eru á leiðinni í A-flokk. Ingi gæti þó hugsanlega sett strik í reikninginn hjá Stefáni ef báðir gera atlögu að fegurðarverðlaununum í næstu umferð. Ingi er þó með svart og mun eflaust eiga undir högg að sækja. Fallbaráttan í C-flokkinn er á hinn bóginn harðari og þar koma fjórir til greina, ég, Ingi, Daníel og Marteinn.
Næsta umferð er á mánudaginn nk. (10.apríl) en síðan er ekki teflt fyrr en eftir páska eða mánudaginn 24. apríl. Menn fá því gott hlé til þess að stúdera fyrir síðustu umferð.
Kv. Sverrir Örn
B-riðill:
Stefán - Bjarni 0-1
Byrjunin í þessari skák var óvenjuleg eins og við var að búast og snemma varð ljóst að Stefán ætlaði sér heilan punkt, slengdi drottningunni út á g4 eftir nokkra leiki og hótaði peði á g7. Bjarni tauk hraustlega á móti og fórnaði peðinu og í viðkvæmri stöðu í framhaldinu tefldi Stefán of hratt og misstég sig. Stefán gafst svo upp fljótlega, enda orðinn liði undir.
Kjartan - Jón 0-1
Þetta var hörkuskák eins og reikna mátti með. Jón tefldi einhvers konar heimatilbúna útgáfu af Aljekínsvörn (1. e4 e6 2. d4 Rf6!?) og fékk snemma þrönga stöðu, enda er Kjartan sjóaður í Aljekín eftir fjölda skáka við aljekínsérfræðinginn Einar K. Kjartan vann svo mann fyrir tvö peð og virtist stefna í sigur. En Jón náði einhvern veginn að rétta úr kútnum og var með sterkt peðamiðborð (e6, e5, d5) í endataflinu og ljóst að eftitt yrði fyrir Kjartan að komast áfram. Ég missti síðan af lokum skákarinnar þar sem ég var farinn heim en kannski getur Ingi eða einhver annar frætt okkur betur um það, sennilega hefur Kjartan teigt sig of langt í vinningstilraunum.
C-riðill:
Sverrir - Árni 1-0
Eftir meinleysislega byrjun, uppskiptaafbrigðið í franskri vörn (sem reyndar kom upp eftir 1. Rc3), virtist allt með kyrrum kjörum og maður reiknaði eiginlega með jafntefli. En þá lenti Árni skyndilega í einhverjum vandræðum á drottningarvængnum (sýndist mér) og Sverri tókst að véla af honum skiptamun og peð. Stráknum fataðist svo ekki flugið í úrvinnslunni. Góður og mikilvægur sigur hjá Sverri.
Svanberg - Omar 1/2-1/2
Svanberg fékk fljótlega aðeins verra tafl með stakt peð á miðborðinu og lítið lið eftir á borðinu. Þegar skiptist síðan upp á öllu saman var komið upp athyglisvert peðsendatafl þar sem spurningin var greinilega hvort Omar gæti unnið eða ekki. Svanberg gerði síðan engin mistök og hélt sínum hlut, vel af sér vikið hjá honum.
Guðmundur - Jóhann 0-1
Þessi skák var tefld fyrr í vikunni og ég ekki viðstaddur.
D-riðill:
Sverrir - Ingi 1-0
Ég náði Inga í byrjuninni, hann fékk fljótt erfiða stöðu og eftir riddarafórn á f7 var staðan töpuð. Ég breytti snemma út af skák sem við tefldum á SÞR um daginn til þess að lenda ekki í einhverjum Súfistastúderingum og það gafst vel.
Sigurbjörn-Daníel 1/2-1/2
Byrjunin var spánskur leikur og Daníel tefldi skínandi vel. Í lokastöðunni var komið upp riddaraendatafl þar sem hann mun hafa staðið betur að vígi en jafnteflisboð lauk skákinni snarlega, þessi riddaraendatöfl geta verið tricky.
Í A-riðli hefur Varði færst nær sæti í A-flokki með baráttujafntefli gegn Davíð fyrr í vikunni. Honum mun væntanlega duga jafntefli gegn Hjörvari í síðustu umferð til þess að komast í A-flokk.
Um stöðuna í B-riðli er það að segja að Jón og Bjarni berjast um annað af efstu sætunum, en eiga báðir eftir að tefla við Bergstein, Bjarni í næstu umferð og Jón í síðustu. Bjarni á síðan eftir Kjartan með svörtu þannig að möguleikarnir eru sennilega Jóns megin. Jón er að standa sig vel og þess er ekki langt að bíða að hann birtist á fide-listanum.
Eftir úrslitin í gær er allt upp í loft í C-riðli og ómögulegt að spá hverjir verða í efstu tveimur sætunum. Jóhann á þó erfiðasta programmið eftir, m.a. frestaða skák gegn Sverri.
Í D-riðli er hins vegar ekki eins erfitt að spá og nokkuð ljóst að Sigurbjörn og Stefán eru á leiðinni í A-flokk. Ingi gæti þó hugsanlega sett strik í reikninginn hjá Stefáni ef báðir gera atlögu að fegurðarverðlaununum í næstu umferð. Ingi er þó með svart og mun eflaust eiga undir högg að sækja. Fallbaráttan í C-flokkinn er á hinn bóginn harðari og þar koma fjórir til greina, ég, Ingi, Daníel og Marteinn.
Næsta umferð er á mánudaginn nk. (10.apríl) en síðan er ekki teflt fyrr en eftir páska eða mánudaginn 24. apríl. Menn fá því gott hlé til þess að stúdera fyrir síðustu umferð.
Kv. Sverrir Örn