Post by sverrir on Apr 4, 2006 20:49:28 GMT -1
Þá er 2. umferð lokið og línur þegar farnar að skýrast í riðlunum þótt nokkrar skákir séu frestaðar ennþá og sumir því bara búnir að tefla eina skák. Í gær var fátt um óvænt úrslit, eins og reyndar í 1. umferð, þó að undanskildum snaggaralegum sigri Einars G. á Páli formanni í A-riðli.
A-riðill:
Í A-riðli sigraði Davíð Hjörvar Stein örugglega að því er mér sýnist og er því með vænlega stöðu í riðlinum. Davíð vann peð af Hjörvari með skemmtilegum leik 22. Bxg6! og fékk í kjölfarið mikla sókn og vann. Fyrirfram mátti búast við því að Hjörvar og Varði væru þeir einu sem gætu strítt Davíð þannig að nú eru allar líkur á að Davíð vinni riðilinn nema Varði setji strik í reikninginn, en Varði hefur reyndar svart á Davíð í 4. umferð. Ekki er ólíklegt að skákin Varði-Hjörvar í síðustu umferð verði úrslitaskák um 2. sætið í riðlinum og þar með sæti í A-flokki og ef ég þekki Varða rétt er hann nú þegar byrjaður á stífum stúderingum fyrir þá rimmu. : )
Óvæntustu úrslit umferðarinnar voru sigur Einars G. á Páli í skák þar sem Páll ætlaði greinilega að valta yfir framsóknarmanninn. Byrjunin var óregluleg og frumleg en eftir að Páll lék g2-g4 og veikti með því kóngstöðu sína náði Einar sókn á kóngsvæng, eða öllu heldur framsókn, og í framhaldinu lék Páll illa af sér eftir að hafa fórnað skiptamun, en hann mun hafa misst af trikkinu 20...Db6+ 21. Kf1 Hh1+! sem klárar dæmið fyrir svartan þar sem hvítur verður að gefa drottninguna fyrir hrók. Fín skák hjá Einari og til þess fallin að auka fylgi framsóknarmanna í Hafnarfirði.
Viðureign formannsins og Varða hafði sömuleiðis verið beðið með nokkurri eftirvæntingu enda formaðurinn haft tak á kalli í seinni tíð. Að þessu sinni sagði þó stigamunurinn til sín og sigur Varða með svörtu virtist vera nokkuð öruggur. Varði siglir því lygnan sjó í riðlinum og Aui sér fram á að þurfa helst að leggja Einar að velli í síðustu umferð. Formaðurinn á þó frestaða skák til góða.
B-riðill:
Í B-riðli lagði Bergsteinn Kjartan að velli og er þar með í góðum málum. Kjartan lagði grjótgarðinn á hilluna og tefldi hina hvössu Benoni-vörn og hefur sennilega ætlað að freista þess að sigra en allt kom fyrir ekki, lenti í einhverjum vandræðum eftir framrásina 14. e5. Kjartan fær Jón með hvítu í næstu umferð og sú skák er mikilvæg fyrir slaginn um 2. sætið. Bergsteinn getur þó ekki bókað sigur í riðlinum strax því hann á bæði Jón og Bjarna eftir sem geta gert honum skráveifu á góðum degi.
Jón sigraði Stefán Pétursson eftir að hafa fengið alla stöðuna fljótlega upp úr byrjuninni sem var einhvers konar pirc-vörn. Stefán tefldi frumlega að venju en eftir leikinn f7-f6, sem er ekki sá fallegasti sem maður hefur augum litið, var ljóst að eitthvað hlyti undan að láta. Eitthvað mun Jón hafa misstigið sig í framhaldinu því Stefán gat leikið 20...Rf6 í staðinn fyrir 20...Hf7? og virðist þá vera inni í skákinni.
Loks bar Bjarni sigur úr býtum með hvítt á Ingþór í skák þar sem byrjunin var sömuleiðis frekar óhefðbundin og erfitt að átta sig á því hvað var að gerast. Bjarni virðist hafa leikið af sér og missti biskup fyrir peð en var með einhver færi fyrir en þá lék Ingþór illilega af sér heilum hrók (20...Hh3??) og eftir það var gamanið búið. Bjarni á frestaða skák gegn Jóni og gæti sú skák ráðið miklu um það hver hirðir 2. sætið í þessum riðli. Þá hefur Kjartan ekki sagt sitt síðasta orð.
C-riðill:
Í skák Omars og Sverris gaf sá fyrrnefndi engin grið og sigraði af miklu öryggi. Omar tefldi svokallaða Colle-byrjun sem einkennist af upphafsleikjunum d4, Rf3, e3, Bd3, 0-0, Rbd2, b3, Bb2 o.s.frv. Þessi rólega byrjun fer óskaplega í taugarnar á mörgum sem vilja tefla indverska vörn af einhverju tagi, en þetta ekki eins meinlaust og ætla mætti. Ég fékk einmitt að kenna á þessu á móti Róberti Harðarsyni á Rvík open um daginn og var sú skák mér til mikilla vonbrigða birt í blaði allra landsmanna í gær. Omar fékk fljótlega betra og í lokastöðunni er Sverrir alveg varnarlaus gegn hótuninni Hh2. Omar er því með vænlega stöðu í C-riðli en missti þó 1/2 punkt gegn Árna í 1. umferð þannig að ekkert er ennþá fast í hendi, enda á Omar m.a. eftir að tefla með svörtu gegn Jóhanni Helga í síðustu umferð. Jóhann sýndi það á stigamóti Hellis í fyrra að hann getur afgreitt alþjóðlega meistara ef því er að skipta þannig að þetta verður fróðleg viðureign í lokaumferðinni. Nema náttúrulega að báðum dugi jafntefli til að komast í A-flokk en þá spái ég hraðpulsu (sjá skákina Varði-Jóhann Ragnarsson, áskorendaflokkur 2005).
Jóhann Helgi tefldi annars ævintýralega skák í gær á móti Svanberg þar sem Jóhann fórnaði drottningunni í byrjuninni (einhvers konar pirc-vörn) fyrir þrjá létta menn. Ekkert er þó nýtt undir sólinni og þetta mun vera þekkt afbrigði en ég veit lítið meira. Staðan vægast sagt óvenjuleg og ég gerði mér enga grein fyrir því hvað var að gerast. Á endanum lenti Svanberg síðan í mátneti með kónginn í horni og örvæntingarfullar tilraunir til að ná þráskák runnu út í sandinn. Sennilega athyglisverðasta skák umferðarinnar.
Árni vann Guðmund þar sem sá síðarnefndi af einhverjum ástæðum tók á sig mikinn veikleika á f6 með 8...gxf6 en 8...Dxf6 hlýtur að hafa komið til greina í staðinn. Þessi veikleiki varð Guðmundi svo fljótlega að falli. Árni stendur því vel að vígi í riðlinum en á raunar eftir Sverri og Svanberg með svörtu og Jóhann með hvítu þannig að allt getur gerst þarna. Ljóst að Sverrir þarf nauðsynlega að vinna Árna í 3. umferð ef hann ætlar sér í A-flokk.
D-riðill:
Í D-riðli tókst mér að tapa annarri skákinni í röð nánast baráttulaust eftir að Stefán hristi fram úr erminni 14. Rdxb5?! sem ég hélt að gengi alls ekki upp þegar ég lék Bc5 en reyndist síðan ekki svo galin hugmynd. Trikkið sem mér yfirsást var gamli gaffall 14. Rdxb5 axb5 15. Rxb5 Dc6? 16. Dxc4! Bxf2+? 17. Hxf2 Dxc4 18. Rd6+ og hvítur vinnur. Það hafa sennilega verið mikil mistök að leggja undir þessa kippu, grunar að kippan hafi hleypt auknum krafti í taflmennsku Stefáns. En ég hefði betur leikið 15...Dxg3! 16. Kh1 (16. Dxc4?? Rg4! og svartur vinnur) Rxe4! og svartur er kominn með undirtökin. Einhvern veginn fannst mér eins og Stefán gæti þá einfaldlega leikið 17. fxg3 Rxg3+ 18. Kh2 Rxe2 og núna annað hvort 19. Bxb7 eða 19. Rc7+, en þar sem svartur er manni yfir í stöðunni eftir 18...Rxe2 er þetta allt í lagi og líklega hartnær unnið á svart. En ég lék í staðinn hinn arfaslaka leik 15...Dc6? og staðan hrundi fljótlega. Með þessum sigri eru allar líkur á að Stefán fylgi Sigurbirni í A-flokk og raunar ekki útséð með hvor þeirra vinnur D-riðilinn, en Sigurbjörn á hvítt í innbyrðis skák þeirra í síðustu umferð.
Daníel og Marteinn tefldu teóríu í skoska leiknum og var staðan í jafnvægi framan af. Í endataflinu lék Marteinn svo illa af sér með 26...He4? en gat í þeirri stöðu leikið 26...Rxc3 sem vinnur peð skv. Herr Fritz. Sennilega hefur Marteinn síðan fallið á tíma í hróksendatafli peði undir, a.m.k. er uppgjöf ótímabær í þeirri stöðu þótt hún sé erfið.
Ingi fór all in gegn Sigurbirni og tefldi fjögurra peða árásina í kóngsindverja. Segja má því að eftir 4. f4 hafi verið ljóst að jafnteflisspá mín myndi varla rætast. : ) Sigurbjörn tefldi síðan af miklu öryggi og innbyrti sannfærandi sigur, enda er hann ekkert lamb að leika við í þessari byrjun.
Kv. Sverrir Örn
A-riðill:
Í A-riðli sigraði Davíð Hjörvar Stein örugglega að því er mér sýnist og er því með vænlega stöðu í riðlinum. Davíð vann peð af Hjörvari með skemmtilegum leik 22. Bxg6! og fékk í kjölfarið mikla sókn og vann. Fyrirfram mátti búast við því að Hjörvar og Varði væru þeir einu sem gætu strítt Davíð þannig að nú eru allar líkur á að Davíð vinni riðilinn nema Varði setji strik í reikninginn, en Varði hefur reyndar svart á Davíð í 4. umferð. Ekki er ólíklegt að skákin Varði-Hjörvar í síðustu umferð verði úrslitaskák um 2. sætið í riðlinum og þar með sæti í A-flokki og ef ég þekki Varða rétt er hann nú þegar byrjaður á stífum stúderingum fyrir þá rimmu. : )
Óvæntustu úrslit umferðarinnar voru sigur Einars G. á Páli í skák þar sem Páll ætlaði greinilega að valta yfir framsóknarmanninn. Byrjunin var óregluleg og frumleg en eftir að Páll lék g2-g4 og veikti með því kóngstöðu sína náði Einar sókn á kóngsvæng, eða öllu heldur framsókn, og í framhaldinu lék Páll illa af sér eftir að hafa fórnað skiptamun, en hann mun hafa misst af trikkinu 20...Db6+ 21. Kf1 Hh1+! sem klárar dæmið fyrir svartan þar sem hvítur verður að gefa drottninguna fyrir hrók. Fín skák hjá Einari og til þess fallin að auka fylgi framsóknarmanna í Hafnarfirði.
Viðureign formannsins og Varða hafði sömuleiðis verið beðið með nokkurri eftirvæntingu enda formaðurinn haft tak á kalli í seinni tíð. Að þessu sinni sagði þó stigamunurinn til sín og sigur Varða með svörtu virtist vera nokkuð öruggur. Varði siglir því lygnan sjó í riðlinum og Aui sér fram á að þurfa helst að leggja Einar að velli í síðustu umferð. Formaðurinn á þó frestaða skák til góða.
B-riðill:
Í B-riðli lagði Bergsteinn Kjartan að velli og er þar með í góðum málum. Kjartan lagði grjótgarðinn á hilluna og tefldi hina hvössu Benoni-vörn og hefur sennilega ætlað að freista þess að sigra en allt kom fyrir ekki, lenti í einhverjum vandræðum eftir framrásina 14. e5. Kjartan fær Jón með hvítu í næstu umferð og sú skák er mikilvæg fyrir slaginn um 2. sætið. Bergsteinn getur þó ekki bókað sigur í riðlinum strax því hann á bæði Jón og Bjarna eftir sem geta gert honum skráveifu á góðum degi.
Jón sigraði Stefán Pétursson eftir að hafa fengið alla stöðuna fljótlega upp úr byrjuninni sem var einhvers konar pirc-vörn. Stefán tefldi frumlega að venju en eftir leikinn f7-f6, sem er ekki sá fallegasti sem maður hefur augum litið, var ljóst að eitthvað hlyti undan að láta. Eitthvað mun Jón hafa misstigið sig í framhaldinu því Stefán gat leikið 20...Rf6 í staðinn fyrir 20...Hf7? og virðist þá vera inni í skákinni.
Loks bar Bjarni sigur úr býtum með hvítt á Ingþór í skák þar sem byrjunin var sömuleiðis frekar óhefðbundin og erfitt að átta sig á því hvað var að gerast. Bjarni virðist hafa leikið af sér og missti biskup fyrir peð en var með einhver færi fyrir en þá lék Ingþór illilega af sér heilum hrók (20...Hh3??) og eftir það var gamanið búið. Bjarni á frestaða skák gegn Jóni og gæti sú skák ráðið miklu um það hver hirðir 2. sætið í þessum riðli. Þá hefur Kjartan ekki sagt sitt síðasta orð.
C-riðill:
Í skák Omars og Sverris gaf sá fyrrnefndi engin grið og sigraði af miklu öryggi. Omar tefldi svokallaða Colle-byrjun sem einkennist af upphafsleikjunum d4, Rf3, e3, Bd3, 0-0, Rbd2, b3, Bb2 o.s.frv. Þessi rólega byrjun fer óskaplega í taugarnar á mörgum sem vilja tefla indverska vörn af einhverju tagi, en þetta ekki eins meinlaust og ætla mætti. Ég fékk einmitt að kenna á þessu á móti Róberti Harðarsyni á Rvík open um daginn og var sú skák mér til mikilla vonbrigða birt í blaði allra landsmanna í gær. Omar fékk fljótlega betra og í lokastöðunni er Sverrir alveg varnarlaus gegn hótuninni Hh2. Omar er því með vænlega stöðu í C-riðli en missti þó 1/2 punkt gegn Árna í 1. umferð þannig að ekkert er ennþá fast í hendi, enda á Omar m.a. eftir að tefla með svörtu gegn Jóhanni Helga í síðustu umferð. Jóhann sýndi það á stigamóti Hellis í fyrra að hann getur afgreitt alþjóðlega meistara ef því er að skipta þannig að þetta verður fróðleg viðureign í lokaumferðinni. Nema náttúrulega að báðum dugi jafntefli til að komast í A-flokk en þá spái ég hraðpulsu (sjá skákina Varði-Jóhann Ragnarsson, áskorendaflokkur 2005).
Jóhann Helgi tefldi annars ævintýralega skák í gær á móti Svanberg þar sem Jóhann fórnaði drottningunni í byrjuninni (einhvers konar pirc-vörn) fyrir þrjá létta menn. Ekkert er þó nýtt undir sólinni og þetta mun vera þekkt afbrigði en ég veit lítið meira. Staðan vægast sagt óvenjuleg og ég gerði mér enga grein fyrir því hvað var að gerast. Á endanum lenti Svanberg síðan í mátneti með kónginn í horni og örvæntingarfullar tilraunir til að ná þráskák runnu út í sandinn. Sennilega athyglisverðasta skák umferðarinnar.
Árni vann Guðmund þar sem sá síðarnefndi af einhverjum ástæðum tók á sig mikinn veikleika á f6 með 8...gxf6 en 8...Dxf6 hlýtur að hafa komið til greina í staðinn. Þessi veikleiki varð Guðmundi svo fljótlega að falli. Árni stendur því vel að vígi í riðlinum en á raunar eftir Sverri og Svanberg með svörtu og Jóhann með hvítu þannig að allt getur gerst þarna. Ljóst að Sverrir þarf nauðsynlega að vinna Árna í 3. umferð ef hann ætlar sér í A-flokk.
D-riðill:
Í D-riðli tókst mér að tapa annarri skákinni í röð nánast baráttulaust eftir að Stefán hristi fram úr erminni 14. Rdxb5?! sem ég hélt að gengi alls ekki upp þegar ég lék Bc5 en reyndist síðan ekki svo galin hugmynd. Trikkið sem mér yfirsást var gamli gaffall 14. Rdxb5 axb5 15. Rxb5 Dc6? 16. Dxc4! Bxf2+? 17. Hxf2 Dxc4 18. Rd6+ og hvítur vinnur. Það hafa sennilega verið mikil mistök að leggja undir þessa kippu, grunar að kippan hafi hleypt auknum krafti í taflmennsku Stefáns. En ég hefði betur leikið 15...Dxg3! 16. Kh1 (16. Dxc4?? Rg4! og svartur vinnur) Rxe4! og svartur er kominn með undirtökin. Einhvern veginn fannst mér eins og Stefán gæti þá einfaldlega leikið 17. fxg3 Rxg3+ 18. Kh2 Rxe2 og núna annað hvort 19. Bxb7 eða 19. Rc7+, en þar sem svartur er manni yfir í stöðunni eftir 18...Rxe2 er þetta allt í lagi og líklega hartnær unnið á svart. En ég lék í staðinn hinn arfaslaka leik 15...Dc6? og staðan hrundi fljótlega. Með þessum sigri eru allar líkur á að Stefán fylgi Sigurbirni í A-flokk og raunar ekki útséð með hvor þeirra vinnur D-riðilinn, en Sigurbjörn á hvítt í innbyrðis skák þeirra í síðustu umferð.
Daníel og Marteinn tefldu teóríu í skoska leiknum og var staðan í jafnvægi framan af. Í endataflinu lék Marteinn svo illa af sér með 26...He4? en gat í þeirri stöðu leikið 26...Rxc3 sem vinnur peð skv. Herr Fritz. Sennilega hefur Marteinn síðan fallið á tíma í hróksendatafli peði undir, a.m.k. er uppgjöf ótímabær í þeirri stöðu þótt hún sé erfið.
Ingi fór all in gegn Sigurbirni og tefldi fjögurra peða árásina í kóngsindverja. Segja má því að eftir 4. f4 hafi verið ljóst að jafnteflisspá mín myndi varla rætast. : ) Sigurbjörn tefldi síðan af miklu öryggi og innbyrti sannfærandi sigur, enda er hann ekkert lamb að leika við í þessari byrjun.
Kv. Sverrir Örn