Post by sverrir on Apr 1, 2006 21:39:18 GMT -1
Þá er það 2. umferð og ekki úr vegi að spá, nokkrar mikilvægar skákir verða tefldar á mánudaginn.
A-riðill
Aðalskákin í A-riðli er án nokkurs vafa viðureign formannsins og varða, hér skipta elo-stig engu máli eftir dramatískan sigur formannsins í fyrra, þetta er 100% sálfræði og taugar. Ef formaðurinn endurtekur leikinn verður erfitt fyrir Varða að komast í A-flokkinn eftir riðlana. Ég tel að það sé sterkur sálfræðilegur leikur hjá formanninum að láta ekki sjá sig í 1 umferð, þetta er svona svipað og þegar Kasparov lét ekki sjá sig í 1 umferð á Ólimpíumótinu í Dubai 1986 og mætti svo baðaður í flassljósum í 2 umf og rúllaði einhverjum upp. Síðan er viðureignin Palli-Einar mikilvæg fyrir sæti í B-flokki, sigurvegarinn þar fer í B-flokk held ég. Ég held að Davíð muni byrja rólega og semja gegn Hjörvari, hann á hvítt á Varða í næstsíðustu umferð og veðjar á heilan punkt þar.
Spáin er samt þessi:
Aui-Varði 0-1 Þessi spá er bara fengin úr TÖL 101 í Flensborg hérna um árið, líkurnar á að formaðurinn vinni kallinn aftur eru hverfandi (sorrý Aui, ekki setja mig í E-sveitina : ))
Palli-Einar 1/2 1/2 Einar dustar rykið af Petroffs vörninni og jafnteflið staðreynd.
Davíð-Hjörvar 1/2 ½
B-riðill
Í B-riðli er Bergsteinn í sérflokki og ég reikna með að hann fari langt með að tryggja sér 1. sætið í riðlinum með sigri á Kjartani á mánudaginn. Skákin Jón-Stefán er fyrst og fremst barátta um sæti í B-flokki en með sigri heldur Jón samt góðum möguleikum á 2. sæti í riðlinum og þar með sæti í A-flokki.
Bergsteinn-Kjartan 1-0 Kjartan teflir grjótgarðinn að vanda en svörtu reitirnir segja til sín á endanum og Bergsteinn vinnur.
Bjarni-Ingþór 1-0 Hér segir reynslan til sín.
Jón-Stefán 1-0 Jón mætir mótiveraður til leiks og hefur sigur í spennuþrunginni skák.
C-riðill
Skák þessarar umferðar í d-riðli er tvímælalaust viðureign Omars og Sverris. Ég held að Omar tefli allar skákir í þessu móti til sigurs og hann mun reyna að leggja Sverri að velli. Þeir tefldu einmitt saman í hellismótinu á dögunum og það fór jafntefli. Í hinum tveimur skákunum spái ég óvæntum úrslitum í amk annarri og það mun opna riðilinn upp á gátt, eins og sagt verður í júní.
Omar-Sverrir 1-0 Leiðinlegt að þurfa að spá þessu en Omar gerir sér grein fyrir því að með þessum úrslitum er dæmið nánast klárað og sæti í A-flokki í húsi.
Jóhann Helgi-Svanberg 0-1 Hér verða óvæntu úrslitin, Svanberg bítur í skjaldarrendur eftir vonbrigði í 1 umf og sigrar æfingalausan Jóhann eftir blönder í tímahraki.
Árni-Guðmundur 1-0 Guðmundur er fullur sjálfstraust og hefur sýnt það í þessum mótum að hann er öllum hættulegur en Árni er búinn að hrista af sér garðabæjarsyndromið og sýnir sitt rétta andlit.
D-riðill
Hér er Sigurbjörn með pálmann í höndunum eftir frekar morkinn sigur gegn mér í 1 umf þar sem ég var sleginn skákblindu í betri stöðu. En öfugt við hina riðlana er spáin frekar auðveld hérna.
Stefán-Sverrir 0-1 Hér er kippa í húfi og ég verð bara að vinna þessa skák til þess að komast í A-flokk.
Ingi-Sigurbjörn 1/2-1/2 Sigurbjörn á eftir að missa punkt í riðlinum og ég gæti trúað að það yrði í þessari umferð, Ingi fórnar kalli fyrir óljósar bætur og Sigurbjörn neyðist til að þráskáka.
Daníel-Marteinn 1-0 Marteinn mun vera að tefla í sínu fyrsta kappskákmóti og enn er það reynslan sem ræður.
Kv. Sverrir
A-riðill
Aðalskákin í A-riðli er án nokkurs vafa viðureign formannsins og varða, hér skipta elo-stig engu máli eftir dramatískan sigur formannsins í fyrra, þetta er 100% sálfræði og taugar. Ef formaðurinn endurtekur leikinn verður erfitt fyrir Varða að komast í A-flokkinn eftir riðlana. Ég tel að það sé sterkur sálfræðilegur leikur hjá formanninum að láta ekki sjá sig í 1 umferð, þetta er svona svipað og þegar Kasparov lét ekki sjá sig í 1 umferð á Ólimpíumótinu í Dubai 1986 og mætti svo baðaður í flassljósum í 2 umf og rúllaði einhverjum upp. Síðan er viðureignin Palli-Einar mikilvæg fyrir sæti í B-flokki, sigurvegarinn þar fer í B-flokk held ég. Ég held að Davíð muni byrja rólega og semja gegn Hjörvari, hann á hvítt á Varða í næstsíðustu umferð og veðjar á heilan punkt þar.
Spáin er samt þessi:
Aui-Varði 0-1 Þessi spá er bara fengin úr TÖL 101 í Flensborg hérna um árið, líkurnar á að formaðurinn vinni kallinn aftur eru hverfandi (sorrý Aui, ekki setja mig í E-sveitina : ))
Palli-Einar 1/2 1/2 Einar dustar rykið af Petroffs vörninni og jafnteflið staðreynd.
Davíð-Hjörvar 1/2 ½
B-riðill
Í B-riðli er Bergsteinn í sérflokki og ég reikna með að hann fari langt með að tryggja sér 1. sætið í riðlinum með sigri á Kjartani á mánudaginn. Skákin Jón-Stefán er fyrst og fremst barátta um sæti í B-flokki en með sigri heldur Jón samt góðum möguleikum á 2. sæti í riðlinum og þar með sæti í A-flokki.
Bergsteinn-Kjartan 1-0 Kjartan teflir grjótgarðinn að vanda en svörtu reitirnir segja til sín á endanum og Bergsteinn vinnur.
Bjarni-Ingþór 1-0 Hér segir reynslan til sín.
Jón-Stefán 1-0 Jón mætir mótiveraður til leiks og hefur sigur í spennuþrunginni skák.
C-riðill
Skák þessarar umferðar í d-riðli er tvímælalaust viðureign Omars og Sverris. Ég held að Omar tefli allar skákir í þessu móti til sigurs og hann mun reyna að leggja Sverri að velli. Þeir tefldu einmitt saman í hellismótinu á dögunum og það fór jafntefli. Í hinum tveimur skákunum spái ég óvæntum úrslitum í amk annarri og það mun opna riðilinn upp á gátt, eins og sagt verður í júní.
Omar-Sverrir 1-0 Leiðinlegt að þurfa að spá þessu en Omar gerir sér grein fyrir því að með þessum úrslitum er dæmið nánast klárað og sæti í A-flokki í húsi.
Jóhann Helgi-Svanberg 0-1 Hér verða óvæntu úrslitin, Svanberg bítur í skjaldarrendur eftir vonbrigði í 1 umf og sigrar æfingalausan Jóhann eftir blönder í tímahraki.
Árni-Guðmundur 1-0 Guðmundur er fullur sjálfstraust og hefur sýnt það í þessum mótum að hann er öllum hættulegur en Árni er búinn að hrista af sér garðabæjarsyndromið og sýnir sitt rétta andlit.
D-riðill
Hér er Sigurbjörn með pálmann í höndunum eftir frekar morkinn sigur gegn mér í 1 umf þar sem ég var sleginn skákblindu í betri stöðu. En öfugt við hina riðlana er spáin frekar auðveld hérna.
Stefán-Sverrir 0-1 Hér er kippa í húfi og ég verð bara að vinna þessa skák til þess að komast í A-flokk.
Ingi-Sigurbjörn 1/2-1/2 Sigurbjörn á eftir að missa punkt í riðlinum og ég gæti trúað að það yrði í þessari umferð, Ingi fórnar kalli fyrir óljósar bætur og Sigurbjörn neyðist til að þráskáka.
Daníel-Marteinn 1-0 Marteinn mun vera að tefla í sínu fyrsta kappskákmóti og enn er það reynslan sem ræður.
Kv. Sverrir