|
Post by HerrStephan on Apr 1, 2006 1:12:44 GMT -1
Alveg eru þeir óþolandi þessir Danir, senda engin mót til stigareikninga og ég er kominn í c-sveitina Nú þegar íslensku stigin er horfin verður maður að taka sig á og hækka sig á fide-stigum. Baráttan verður heiftarleg fyrir röðun í næstu deildó. 65 Asgeirsson, Heimir 2168 5 71 Olafsson, Thorvardur 2147 6 88 Bjornsson, Sverrir Orn 2101 5 96 Gudmundsson, Stefan Freyr 2075 13 99 Gudmundsson, Kjartan 2062 0 116 Thorgeirsson, Sverrir 1983 15 142 Traustason, Ingi Tandri 1808 3
|
|
|
Post by Árni on Apr 1, 2006 8:24:07 GMT -1
Hvað átti inni af stigum hjá Dönunum?
|
|
|
Post by HerrStephan on Apr 1, 2006 17:33:25 GMT -1
Er ekki alveg viss, svona 20-25 stig. Var samt of bráður, eftir að hafa sent harðort bréf á dönsku (je ræt - eins og ég hafi orðaforða í það ) til klúbbformannsins fékk ég að vita að deildakeppninni þar er rétt lokið og skákirnar ekki reiknaðar fyrr en næst. Þannig að kannski næ ég Sverri.
|
|
|
Post by sverrir on Apr 1, 2006 20:49:08 GMT -1
Jæja þú ert amk að hækka á meðan ég og fleiri erum á niðurleið, -7 stig er afraksturinn af SÞR. Reyndar á ég sennilega 3-4 kvikindi inni frá Rvík Open en það er nú varla til að kæta mann því markmiðið fyrir það mót var að hækka sig um svona 20-30 stig. Má raunar þakka fyrir að lækka ekki meira eftir SÞR þar sem mér tókst m.a. að tapa fyrir stigalausum öldungi sem lék b2-b4 í fyrsta leik. Reikna ekki með miklum stigabreytingum úr boðsmóti hauka þannig að það er spurning hvort maður skelli sér á mót erlendis í sumar eða haust. Það gengur auðvitað ekki að tefla fyrir neðan Varða og Heimi endalaust.
|
|
|
Post by siggisaeti on Apr 2, 2006 16:57:26 GMT -1
Mér finnst það bara heiður að fá að tefla með sama félagi og þeir félagar Harry og Heimir.
|
|
|
Post by HerrStephan on Apr 2, 2006 20:07:35 GMT -1
Sammála síðustu setningu Sverris, þetta gengur ekki lengur. Nú verður uppreisn! - í stigum.
|
|
|
Post by Árni on Apr 2, 2006 22:03:45 GMT -1
Sverrir, er ekki bara málið að kíkja á Politiken aftur? Tékka á "helvítis Dönunum".
|
|