|
Post by Aui on Apr 9, 2006 15:52:07 GMT -1
Þá kemur spáin mín fyrir 4. umferð. Það er erfitt að spá núna, en þó bara 2 skákir Hjörvar-Einar G, ef að Hjörvar leikur ekki Rc3 í fyrsta leik þá held ég að hann vinni þetta þó að Einar sé sýnd veiði en ekki gefinn, framsóknarmaðurinn er seigur Aui-Páll, ég held að Palli taki þetta á reynslunni og seiglunni, en einsog áður sagði þá mun ég mæta í Nottingham Forest treyjunni minni til að reyna að trufla hann, ég spái 0-1 Palli komið með unnið eftir 6 leiki. Davíð og Varði gerðu víst jafntefli í síðustu viku. Fleiru spái ég nú ekki í bili. Hvað segja menn um hinar skákirnar?
|
|
pall
Þokkalegur
Posts: 15
|
Post by pall on Apr 9, 2006 17:22:41 GMT -1
Það er ein skák búin. C riðill getur greinilega farið hvernig sem er.
Spái því samt að Auðbergur verði ekki sannspár þegar hann talar um að verða kominn með tapað eftir 6 leiki. Ég hugsa að hann endist amk. 7 leiki.
[Event "Haukar Invitation"] [Site "Hafnarfjordur (Iceland)"] [Date "2006.4.9"] [Round "4"] [White "Thorgeirsson Sverrir (ISL)"] [Black "Palsson Svanberg Mar (ISL)"] [Result "0-1"] [Eco "A00"] [Annotator ""] [Source ""] 1.Nc3 d5 2.e4 d4 3.Nce2 e5 4.Ng3 Be6 5.Nf3 f6 6.c3 d3 7.b3 Na6 8.Bb2 Qd7 9.Qb1 Rd8 10.h3 h5 11.Rh2 h4 12.Nh1 Nc5 13.Ba3 Nxe4 14.Bxf8 Kxf8 15.Kd1 Ne7 16.Ne1 Bf5 17.Bxd3 Nc5 0-1
|
|
|
Post by Varði on Apr 9, 2006 20:05:45 GMT -1
Davíð - Varði 1/2-1/2 (Þetta verður þó teflt í botn. Gæti trúað því að þetta verði tæpir 70 leikir). Hjörvar - Einar G. 1-0 (Ég spáði Einari ósigri gegn Palla í 2.umferð. Einar svaraði því með því að rúlla kappanum upp. Eigum við ekki að segja að það sama verði upp á teningnum nú. Ég væri a.m.k. ekkert á móti því). Auðbergur - Páll (skákin mun ekki fara fram. Of mikið að gera hjá báðum).
|
|
|
Post by hrsveinn on Apr 9, 2006 22:58:49 GMT -1
ég mæli með því að mennirnir sem stjórni þessu móti, sýni stöðurnar í riðlunum eins og þeir eru núna, það er ekki nokkur leið að fylgjast með þessu kv. Svenni
|
|
|
Post by jonmag on Apr 10, 2006 10:17:04 GMT -1
Tek undir með síðasta ræðumanni,það væri mjög fróðlegt að sjá stöðurnar í riðlunum. Kv, Jón
|
|
|
Post by HerrStephan on Apr 10, 2006 10:29:38 GMT -1
Það er verið að vinna í þessu. Ingi er með gögnin og er að reyna að komast í samband við Internetið svokallaða.
|
|
pall
Þokkalegur
Posts: 15
|
Post by pall on Apr 10, 2006 10:31:32 GMT -1
A Ég er með 0 eftir 2 og ég held að Aui sé heldur ekki kominn á blað eftir amk. 1 skák. Einar væntanlega með 1 eftir 2-3 skákir og Hjörvar amk. 1. af amk. 2. Davíð amk. 1,5 og Varði amk 1,5
C Svanberg er með 1,5 af 4 (Á eftir Árna), Jóhann Helgi 2 af 2 og ég held Sverrir Þorgeirs 1 af 3 og Omar 2 af 3. Árni er með amk. 0,5 af 2 ? með 3 skákina.
Ekki hugmynd hvernig restin er en ég stjórna þessu svo sem ekki heldur.
Er þetta ekki bara kýrskýrt.
|
|
Sverrir Orn Bjornsson
Guest
|
Post by Sverrir Orn Bjornsson on Apr 10, 2006 11:16:58 GMT -1
Mér sýnist að staðan sé svona, talán í sviganum er fjöldi skáka:
A-riðill
Þorvarður 2 1/2 (3) Davíð 1 1/2 (2) Hjörvar 1 (2) Einar 1 (2) Páll 0 (1) Aui 0 (1)
B-riðill
Jón 2 1/2 (3) Bjarni 2 1/2 (3) Bergsteinn 2 (2) Kjartan 1 (3) Ingþór 0 (2) Stefán 0 (3)
C-riðill
Jóhann 2 (2) Omar 2 (3) Árni 1 1/2 (3) Svanberg 1 1/2 (4) Sverrir 1 (3) Guðmundur 1 (3)
D-riðill
Sigurbjörn 2 1/2 (3) Stefán 2 (2) Daníel 1 1/2 (3) Ingi 1 (3) Sverrir 1 (3) Marteinn 0 (3)
Eins og menn sjá segir þessi staða afskaplega lítið vegna mismunandi skákafjölda keppenda.
Kv. Sverrir
|
|
Sverrir Orn Bjornsson
Guest
|
Post by Sverrir Orn Bjornsson on Apr 10, 2006 11:18:57 GMT -1
Reyndar er Marteinn bara búinn að tefla tvær skákir en ekki þrjár eins og þarna stendur.
|
|
pall
Þokkalegur
Posts: 15
|
Post by pall on Apr 10, 2006 11:27:16 GMT -1
Ég er með 0 eftir 2. tap gegn Hjörvari og Einari
|
|
|
Post by bjarnisa on Apr 10, 2006 12:20:30 GMT -1
|
|
|
Post by hrsveinn on Apr 10, 2006 12:49:58 GMT -1
Bjarni Sæmundsson!!
Ef ég hefði vitað hversu mikill öðlingur og snillingur þú ert hefði ég gefið í deildó á móti þér. Þessi gögn sem þú settir upp er algjör snilld. Takk innilega fyrir þetta.
kv. Svenni sem situr í leðinlegum mannfræðitíma í Háskólanum á Akureyri
|
|
|
Post by Jóhann Helgi on Apr 10, 2006 12:58:09 GMT -1
Bjarni, þetta er frábært
|
|
pall
Þokkalegur
Posts: 15
|
Post by pall on Apr 10, 2006 13:21:05 GMT -1
Þetta er náttúrulega bara snilld.
Nú get ég loksins stúderað eitthvað fyrir Auðberg.
Hann er annars búinn að lofa mér að tefla ekki Rc3 né b5 í fyrsta leik þannig að ég er nokkuð safe. og skákin mun fara fram í kvöld.
Ein spurning þó.
Ef menn eru jafnir þegar raða skal í flokka, verða reiknuð hefðbundin berger stig eða verða tefldar atskákir eins og síðast?
Ég sé nefnilega fram á að líklega á ég enn séns á að komast í A flokk.
|
|
|
Post by hrsveinn on Apr 10, 2006 13:46:50 GMT -1
Þetta kerfi hjá þér Bjarni er eintóm snilld, þægilegt að skoða skákir sem og skoða úrslit í riðlunum. er að renna í gegnum þetta og sé ekki sólina fyrir þessu.
Vildi bara þakka þér aftur fyrir þetta!
|
|